Brabantia sort & go ruslatunnan er hönnuð til að fara inn í skáp. Kemur með grind sem auðvelt er að setja upp og hún passar í flesta eldhússkápa hvort sem hurðin opnast til hægri eða vinstri. Meira að segja með geymsluplássi ofan á og króka á hliðinni.ÞægindinMeð góðum brautum þannig að hægt er að draga ruslatunnurnar alveg út úr skápnum til að skipa um poka í þeim eða þú einfaldlega tekur ru…
Brabantia sort & go ruslatunnan er hönnuð til að fara inn í skáp. Kemur með grind sem auðvelt er að setja upp og hún passar í flesta eldhússkápa hvort sem hurðin opnast til hægri eða vinstri. Meira að segja með geymsluplássi ofan á og króka á hliðinni.ÞægindinMeð góðum brautum þannig að hægt er að draga ruslatunnurnar alveg út úr skápnum til að skipa um poka í þeim eða þú einfaldlega tekur ruslatunnuna úr grindinni, labbar með út og tæmir beint í moltukassann þinn. ÞrifinMjög auðveld í þrifum. Þurrkar einfaldlega yfir hana með rökum klút bæði að innan sem utan.PokarÍ þessa ruslatunnu eru notaðir O pokar og eru 20 stykki á rúllu. EndurvinnslaRuslatunnan er að mestu leyti gerð úr endurunnu efni eða 73% hennar. Þegar að hún hefur lokið sínu hlutverki verður 98% hennar endurunnið. Hún er Cradle-to-Cradle® vottuð.Og svo hittRuslatunnan er 30 lítra og eru tvær í kassanum ásamt festingu.Brabantia fyrirtækið var stofnað árið 1919 í hollenska bænum Aalst í Brabant-héraði. Í upphafi framleiddu þeir mjólkurdósir og könnur en með árunum fjölgaði framleiðsluvörum þeirra. Ruslatunnur hafa verið stór hluti af þeirra framleiðslu í gegnum tíðina, en sú fyrsta af þeim leit dagsins ljós árið 1952. Brabantia framleiðir einnig vörur fyrir eldhús, þvottahús og baðherbergi. Þannig að í meira en 100 ár hefur Brabantia framleitt fallegar og stílhreinar vörur sem sóma sér vel á hvaða heimili sem er.