Brunagaddur er óður til vetursins. Eins og í fyrri verkum sínum málar Þórður Sævar myndir af íslenskri náttúru með blöndu af galsa og nákvæmni. Ljóðin fanga þá einstöku upplifun að búa á eyju þar sem veðrið mótar daglega tilveru íbúanna – en einnig þeirra innra landslag.
Í Brunagaddi horfir Þórður Sævar beint niður í hyldýpi vetursins og færir okkur þaðan ískaldan en óhjákvæmile…
Brunagaddur er óður til vetursins. Eins og í fyrri verkum sínum málar Þórður Sævar myndir af íslenskri náttúru með blöndu af galsa og nákvæmni. Ljóðin fanga þá einstöku upplifun að búa á eyju þar sem veðrið mótar daglega tilveru íbúanna – en einnig þeirra innra landslag.
Í Brunagaddi horfir Þórður Sævar beint niður í hyldýpi vetursins og færir okkur þaðan ískaldan en óhjákvæmilegan veruleika, því
veturinn fer aldrei
alveg
það gengur bara mismikið
á forðann
Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.