Spilið gerist um árið 2.700 eftir Krist og leikmenn eru að keppast um hina eftirsóttu stöðu sendiherra Geimráðsins. Til að eiga möguleika á þessu starfi þurfa leikmenn að yfirgefa Terra og pláneturnar þar til að kanna og nýlenduvæða sólkerfið, og um leið koma upp verslunarleiðum við samfélög geimvera, hitta geimverur, og sigra ræninga. Þekktir heimar eru við endimörk borðsins, hvaðan leikmennirni…
Spilið gerist um árið 2.700 eftir Krist og leikmenn eru að keppast um hina eftirsóttu stöðu sendiherra Geimráðsins. Til að eiga möguleika á þessu starfi þurfa leikmenn að yfirgefa Terra og pláneturnar þar til að kanna og nýlenduvæða sólkerfið, og um leið koma upp verslunarleiðum við samfélög geimvera, hitta geimverur, og sigra ræninga. Þekktir heimar eru við endimörk borðsins, hvaðan leikmennirnir 3 eða 4 koma, hver með 3 plánetur sem framleiða hráefni sem þarf til geimkönnunar. Hver leikmaður byrjar með 2 nýlendur og geimhöfn. Geimhöfnin framleiðir geimskip sem tengja nýlendur og verslunarleiðir. Á meðan á spilinu stendur virkja nýlendur og heimhafnir framleiðslu á hráefnum þegar teningarnir sýna sömu tölu og pláneturnar í kring. Hráefnum er skipt út fyrir geimskip og uppfærslur á þeim. Þið þurfið að hafa varann á, því sumar plánetur eru ísilagðar, og á öðrum leynast hættulegir ræningjar. VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR 2000 International Gamers Awards - General Strategy; Multi-player - Tilnefning