Vörumynd

Chronicles of Crime

Chronicles of Crime er samvinnuspil um glæparannsókn, og blandar saman appi, borðspili og smá sýndarveruleika. Leikmenn nota sömu íhluti (borð, staðsetningar, persónur og hluti) til að spila mismunandi sögur og leysa fjölda glæpa. Til að spila, þá er kveikt á appinu, borðið sem á að spila valið, og sagan hefst. Markmiðið er að grípa glæpamanninn á sem stystum tíma. Með Scan&Play tækninni (hve…
Chronicles of Crime er samvinnuspil um glæparannsókn, og blandar saman appi, borðspili og smá sýndarveruleika. Leikmenn nota sömu íhluti (borð, staðsetningar, persónur og hluti) til að spila mismunandi sögur og leysa fjölda glæpa. Til að spila, þá er kveikt á appinu, borðið sem á að spila valið, og sagan hefst. Markmiðið er að grípa glæpamanninn á sem stystum tíma. Með Scan&Play tækninni (hver íhlutur er með sinn eigin QR kóða) kviknar á mismunandi vísbendingum og sögum. Það þýðir að hægt er að fá nýjar sögur með því einu að uppfæra appið! Til að nýta sýndarveruleikann í spilinu þarf farsíma. Leikmenn geta notað VR farsímagleraugu, eða sett símann rétt við nefið til að steypa sér inn í heim spilsins og leita að vísbendingum í sýndarveruleika. Spilinu fylgja 1 leiðbeininga-saga (e. tutorial) og 5 sögur, en hægt er að sækja fleiri í appinu! Hvert spil er í kringum 60-90 mínútur og sumar sögurnar tengjast öðrum í enn stærri söguþræði. VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR 2018 Tric Trac - Tilnefning 2018 Golden Geek Most Innovative Board Game - Tilnefning 2018 Golden Geek Board Game of the Year - Tilnefning 2018 Golden Geek Best Thematic Board Game - Tilnefning 2018 Golden Geek Best Solo Board Game - Tilnefning 2018 Golden Geek Best Cooperative Game - Tilnefning 2018 Cardboard Republic Immersionist Laurel - Tilnefning

Verslaðu hér

  • Spilavinir
    Spilavinir ehf 553 3450 Suðurlandsbraut 48, 108 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.