Vörumynd

CND Nordic 11,9' #7/8

CND
CND Nordic 11,9‘ #7/8 er fjögurra hluta switch-stöng, eða lítil tvíhenda, sem vegur aðeins 150 grömm. Þetta er frábær græja til að kasta fyrir lax eða sjóbirting í meðalstórum og stórum ám. Hana má einnig nýta í vatnaveiði þar sem von er á stórum fiskum. Stönginni er ákaflega auðvelt að kasta og skilar kraftmikill toppurinn öflugri hleðslu.Markmiðið með þróun CND Nordic stangarlínunnar var að ger…
CND Nordic 11,9‘ #7/8 er fjögurra hluta switch-stöng, eða lítil tvíhenda, sem vegur aðeins 150 grömm. Þetta er frábær græja til að kasta fyrir lax eða sjóbirting í meðalstórum og stórum ám. Hana má einnig nýta í vatnaveiði þar sem von er á stórum fiskum. Stönginni er ákaflega auðvelt að kasta og skilar kraftmikill toppurinn öflugri hleðslu.Markmiðið með þróun CND Nordic stangarlínunnar var að gera CND-útgáfu af „Scandi-stöng“. Þó skyldi hún vera með kraftmeiri toppi en gengur og gerist í stöngum af þessu tagi, auk þess sem veiðimaður ætti finna hvað gerist neðar í stönginni. Útkoman er ákaflega áhugaverð – stangir sem skera sig úr fjöldanum. Viðbrögðin frá þeim sem tóku þátt í prófunum hafa verið frábær og þeir veiðimenn sem síðar hafa prófað eru verulega ánægðir með útkomuna.CND Nordic stangirnar eru úr nýrri gerð kolefnis með Alps hjólasæti, vönduðum korki og koma í Cordura-hólki. Koltrefjarnar voru valdar úr hópi yfir 100 tegunda til að finna nákvæmlega það sem hentar þeirri sveigju og spennu sem Scandi-stöng þarf að hafa. Sérstök micro pitch- tækni gefur stönginni aukna spennu og viðbragð, og vafningarnir eru húðaðir með Hitena-epoxý til að tryggja góða endingu.Þetta er einstaklega vel heppnuð switch-stöng fyrir lax og sjóbirting sem nýtist ákaflega vel í meðalstórum ám.Við mælum með eftirfarandi línum á stöngina: Sandá #8Hofsá #8Jöklu sem vegur 400 grain + 12‘ línuenda.

Verslaðu hér

  • Veiðiflugur 527 1060 Langholtsvegi 111, 104 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.