Dagslátta er önnur ljóðabók Ara Jóhannessonar læknis sem einnig hefur skrifað tvær skáldsögur.
Yrkisefnin sækir Ari öðrum þræði í starf sitt og tvinnar saman ljóðmál og læknamál í áhrifaríkum svipmyndum af fólki á ystu nöf. Lífsháskinn er hvergi fjarri en skáldið horfir yfir sviðið með blik í auga; með kímnu raunsæi lýsir hann því sem fyrir ber í myndríkum ljóðum. Fyrir fyrri l…
Dagslátta er önnur ljóðabók Ara Jóhannessonar læknis sem einnig hefur skrifað tvær skáldsögur.
Yrkisefnin sækir Ari öðrum þræði í starf sitt og tvinnar saman ljóðmál og læknamál í áhrifaríkum svipmyndum af fólki á ystu nöf. Lífsháskinn er hvergi fjarri en skáldið horfir yfir sviðið með blik í auga; með kímnu raunsæi lýsir hann því sem fyrir ber í myndríkum ljóðum. Fyrir fyrri ljóðabók sína, Öskudaga , hlaut Ari Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar.
Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.