Vörumynd

Derma Örnálarúlla

Gullbra

Litlar örnálar sem styrkja húðina

Derma rúllan örvar kollagen í húð og framleiðsla á nýjum frumum eykst sem gerir húðina þéttari og stinnari. Ef þú hefur einhver merki um öldrun er gott að nota derma rúlluna yfir þau svæði og það mun draga úr hrukkum og fínum
línum. Einnig er rúllan notuð til að vinna á appelsínuhúð, slit og ör á líkama

Hvernig á að nota

Gæta þarf vel hreinlætis þeg…

Litlar örnálar sem styrkja húðina

Derma rúllan örvar kollagen í húð og framleiðsla á nýjum frumum eykst sem gerir húðina þéttari og stinnari. Ef þú hefur einhver merki um öldrun er gott að nota derma rúlluna yfir þau svæði og það mun draga úr hrukkum og fínum
línum. Einnig er rúllan notuð til að vinna á appelsínuhúð, slit og ör á líkama

Hvernig á að nota

Gæta þarf vel hreinlætis þegar Derma rúllan er notuð á húðina. Mikilvægt er að rúlla yfir hreint yfirborð húðar án þess að þrýsta fast. Æskilegt er að bera á sig krem fyrir og eftir notkun rúllunnar

Kostir

  • Styrkir og örvar húðina
  • Minnkar stórar svitaholur
  • Dregur úr appelsínuhúð
  • Dregur úr fínum línum í andliti
  • Eykur framleiðslu fruma í húð
  • Fegrar ör á andliti og líkama
  • Stuðlar að virkni krema t.d yngingar krem

Dermarollers – Leiðbeiningar fyrir notkun

Til þess að engin óhreinindi séu að setjast í nálarnar eða að þær verði fyrir skaða, skal alltaf ganga frá rollernum á viðeigandi hátt.

Sótthreinsið hausinn reglulega. Andlits Rollers er þó mikilvægt að þrífa fyrir og eftir hvert skipti. Dífið roller hausnum í hreint spritt/alkóhól í eina mínútu.

Þrifið andlit/húð með andlitshreinsi (hreint alkahól eða spritt má nota til að strjúka yfir). Til þess að hreinsa allar olíur og óhreinindi af húðinni. Þetta er til þess að forðast að óhreinindi fari með nálum í húð.

Rúllið hvert svæði 2-4 sinnum, létt án þvingunar í allar áttir (upp og niður, hliðar, ská.)

Strekkið lauslega á húð með annari hendi á meðan rúllað er yfir erfið svæði líkt og í kringum augu og nef. Þolinmæði er lykilathriði þegar það kemur að viðkvæmum svæðum líkt og í kringum augu.

Ekki draga rúlluna of ört og passið að hausinn sé að snúast létt og auðveldlega, til að forðast rispur og óþarflega ertingu.

Notið aldrei sterk krem eða maska stuttu eftir meðferð, til að forðast ertingu í húð. Húðin getur verið viðkvæm eftir fyrstu skipti. Leyfið micro stungunum að jafna sig í 24klst eftir notkun og forðist snyrtivörur, sólarvörn og brúnkukrem. Þau geta farið í microstungurnar og því farið dýpra inn í húðina og valdið stíflunum eða sýkingum

Dermaroller má nota annan hvern dag (mælt er með amk. Sólahrings hvíld á milli). Rúllið án þess að þvinga og passið að hausinn snúist að sjálfsdáðum mjúkt yfir húðina. Varist að draga hann því það getur valdið rispum. Rúllið 2-4 sinnum í hverja átt (hliðar, upp, niður, ská). Árangur er mis fljótur að verða sýnilegur en til þess að fá sem bestan árangur mælum við með 2-4 skiptum í viku í 2-3 mánuði.

Sótthreinsið húðina eða þrífið með hreinsi áður en rúllað er. Varist að bera krem, setja málingarvörur, solarvörn, brúnkukrem ofl. á svæðið, 24klst eftir notkun. Micro-holurnar sem nálarnar mynda þurfa að ná að jafna sig og lokast áður, til að forðast að óæskileg efni séu jafnvel að stífla holurnar.

Til þess að þrífa dermarollers, setur maður hausinn í hreint spritt eða Alkahól í 1 mínútu.

Mikilvægt er að hreinsa andlitsrúllur bæði fyrir og eftir hverja notkun.

Það má aldrei þvinga nálarnar inn í húðina eða ýta of fast. Óþarfa þvingun skilar ekki betri árangri.

Má nota á öll svæði líkamans, varlega skal þó fara á viðkvæm svæði og taka lítil svæði til að byrja með til að sjá viðbrögð húðarinnar.

Verslaðu hér

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.