Vörumynd

Detective: Season one

Detective er samvinnuspil fyrir 1-5 leikmenn þar sem þeir rannsaka glæpi í sameiningu. Detective: Season one er stílað inn á fjölskyldur með styttri spilatíma og einfaldari reglur en áður hafa verið. Í kassanum eru þrjú mismunandi mál til að rannsaka. Hvert mál tekur um 90 mínútur. Blóð, blek og tár (e. Blook, ink and tears ) gerist á Bretlandi, þar sem leikmenn ferðast til gamals herraseturs og …
Detective er samvinnuspil fyrir 1-5 leikmenn þar sem þeir rannsaka glæpi í sameiningu. Detective: Season one er stílað inn á fjölskyldur með styttri spilatíma og einfaldari reglur en áður hafa verið. Í kassanum eru þrjú mismunandi mál til að rannsaka. Hvert mál tekur um 90 mínútur. Blóð, blek og tár (e. Blook, ink and tears ) gerist á Bretlandi, þar sem leikmenn ferðast til gamals herraseturs og uppgötva fjölskylduleyndarmál úr fortíðinni sem leiðir til vísbendinga sem benda til dularfulls dauðsfalls. Agatha Christie aðdáendur ættu að tengja við þessa sögu. Örugg fjarvistarsönnun (e. Solid alibi ) setur leikmenn í miðjan bardaga á milli gengja og glæpamanna í ítalska hverfinu. Leikmenn þurfa ekki eingöngu að leysa glæpinn og finna út hver myrti Robert Parkson, heldur líka finna út hverjum er treystandi í þessum óróa. Náttúrlegar orsakir (e. Natural causes ) fer með leikmenn í Virginíuháskóla í Bandaríkjunum ar sem prófessor Calvin Higgs fannst látinn í rannsóknarstofu sinni. Leikmenn þurfa að finna út hvort dauði hans sé af náttúrulegum orsökum, eða hvort einhver manneskja í kringum hann sé ábyrg fyrir dauða hans? Og hver væri ástæðan? Spilið er líka þekkt sem Detective: A Modern Crime Board Game - Season One https://youtu.be/GSP9GZ1NoCg https://youtu.be/OYEFqFPwp0s

Verslaðu hér

  • Spilavinir
    Spilavinir ehf 553 3450 Suðurlandsbraut 48, 108 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.