Fullkomnar hnéhlífar fyrir þá sem vilja hjóla af krafti með öryggið í fyrirrúmi. Gravity Knee Pad eru með Level 2 CE-vottuðum RHEON™ höggpúðum sem veita öfluga vörn og auka hliðarvörn þegar á reynir. Ólíkt flestum sveigjanlegum hlífum sem einungis bjóða Level 1 vörn, tryggir þessi gerð hámarks vernd án óþarfa þyngdar. RHEON™ tækni gerir þetta mögulegt – púðarnir eru m…
Fullkomnar hnéhlífar fyrir þá sem vilja hjóla af krafti með öryggið í fyrirrúmi. Gravity Knee Pad eru með Level 2 CE-vottuðum RHEON™ höggpúðum sem veita öfluga vörn og auka hliðarvörn þegar á reynir. Ólíkt flestum sveigjanlegum hlífum sem einungis bjóða Level 1 vörn, tryggir þessi gerð hámarks vernd án óþarfa þyngdar. RHEON™ tækni gerir þetta mögulegt – púðarnir eru mjúkir, sveigjanlegir og þægilegir, og þú finnur varla fyrir þeim fyrr en þú þarft á þeim að halda. Þessar hlífar voru hannaðar í samstarfi við RHEON LABS sérstaklega fyrir fjallahjólreiðar, með endingargóð efni og sniði sem helst á sínum stað allan daginn.
Mældu lærið 18 cm ofan við hné með málbandi (beint á húð, ekki yfir fatnað). Veldu þá stærð þar sem mælingin fellur innan viðmiðunarbils í stærðartöflu.
Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.