Vörumynd

DJI Air 3S Fly More Combo (DJI RC 2)

More
Tveggja myndavéla dróni sem er hannaður fyrir ferðalagamyndatöku. Með 1" CMOS aðalmyndavél og 70 mm miðlungsaðdráttarlinsu, hvorri með allt að 14 stoppa lýsingarbreytisviði tekur Air 3S landslags- og portrettmyndir auk fleiri tegunda dmynda í ótrúlegum smáatriðum. Báðar myndavélar styðja nýjan Free panorama-eiginleika sem býður upp á ýmsa möguleika í upptöku. Önnur atriði sem standa upp úr er…
Tveggja myndavéla dróni sem er hannaður fyrir ferðalagamyndatöku. Með 1" CMOS aðalmyndavél og 70 mm miðlungsaðdráttarlinsu, hvorri með allt að 14 stoppa lýsingarbreytisviði tekur Air 3S landslags- og portrettmyndir auk fleiri tegunda dmynda í ótrúlegum smáatriðum. Báðar myndavélar styðja nýjan Free panorama-eiginleika sem býður upp á ýmsa möguleika í upptöku. Önnur atriði sem standa upp úr eru meðal annars hindranaskynjun að nóttu til og næstu kynslóðar Smart RTH sem eykur öryggi við næturmyndatöku. DJI Air 3S er hannaður til að hámarka mátt hverrar stundar í loftinu á allan hátt. Tvær myndavélar, óviðjafnanlegt myndefni DJI Air 3S er með tveggja myndavéla kerfi sem samanstendur af 1" CMOS aðalmyndavél og 1/1,3" CMOS miðlungsaðdráttarmyndavél. Aðalmyndavélin er með stærri CMOS-myndflögu og 24 mm linsu sem gerir hana tilvalda til að festa á filmu víðáttumikið landslag með meiri skerpu og breiðu sjónsviði. 70 mm miðlungsaðdráttarlinsan er framúrskarandi í portrett- og ökutækjaskotum sem getur lagt áherslu á hvaða viðfangsefni sem er. 1″ CMOS aðalvíðlinsumyndavél: 3,2 μm pixlastærð 24 mm jafngildi 50 MP f/1,8 ljósop 1/1,3″ CMOS miðlungsaðdráttarlinsumyndavél: 2,4 μm pixlastærð 70 mm jafngildi 48 MP f/2,8 ljósop 1″ CMOS aðalmyndavél: ótrúleg smáatriði Aðalmyndavél DJI Air 3S er með 50 MP 1" CMOS myndflögu sem styður upptöku í 4K/60fps HDR og 4K/120fps auk 10-bita D-Log M litastillingu. Þessi stóra myndflaga, sem bætt er upp með háþróaðri myndvinnslutækni og snjöllum reikniritum, viðheldur jafnvel minnstu smáatriðum við óákjósanleg birtuskilyrði svo sem við sólsetur eða að nóttu til og skilar sér í skotum sem eru einfaldlega stórbrotin. Bætt mynd, ótrúlegt landslag 4K/60fps HDR myndbandsupptaka 4K/120fps myndbandsupptaka 10-bita D-Log M & HLG myndbandsupptaka Nýjasta HDR-myndbandsupptökustillingin býður upp á allt að 14 stoppa lýsingarbreytisvið sem gerir þér kleift að taka upp efni í kvikmyndagæðum þar sem mikil birtuskil eru, svo sem skot af skýjum eða öðrum þáttum við sólarupprás eða sólsetur. Aukin upplausn og rammatíðni gefur líflegt sjónarhorn á menningar- eða íþróttaviðburði og opnar enn frekar á spennandi skapandi möguleika við eftirvinnslu. Jafnvel í venjulegri litastillingu getur Air 3S tekið upp 10-bita myndbönd með H.265-kóðun, sem skilar sér í betri litum og meiri sveigjanleika í eftirvinnslu, með allt að 12.800 ISO. Með D-Log M og HLG litastillingunum er hámarks-ISO 3.200, sem opnar fyrir möguleikann á meiri birtu og smáatriðum í næturskotum í þéttbýli. Miðlungsaðdráttarlinsa: ógleymanleg portrett Miðlungsaðdráttarlinsumyndavélin, með 48 MP 1/1,3" CMOS-myndflögu, styður sömu myndbandsstaðla og litastillingar og aðalmyndavélin. Þetta tryggir sjónrænt samræmi gerir eftirvinnslu straumlínulagaða. 70 mm linsan býður upp á 3x optískt þys, sem gerir þér kleift að taka einstaka skot úr fjarlægð og leggja jafnframt áherslu á viðfangsefnið. Þegar Air 3S svífur á braut um viðfangsefni og tekur upp 4K myndbönd og gerir þér kleift að taka auðveldlega svipmiklar nærmyndir í miklum smáatriðum. Einblíndu á smáatriðin 4K/60fps HDR myndbandsupptaka 4K/120fps HDR myndbandsupptaka 10-bita D-Log M & HLG myndbandsupptaka Þegar nærmyndir eru teknar af ökutækjum gegnt sólsetri býður miðlungsaðdráttarlinsumyndavélin upp á allt að 14 stopp af lýsingarbreytisviði til að fanga skæra liti sólsetursins á filmu. Háhraðaupptaka í 4K/120fps hentar vel t.d. fyrir skíðaíþróttir þar sem miðlungsaðdráttarlinsumyndavélin getur tekið upp myndbönd í hárri upplausn sem er hægt á til að sýna hæfileika iðkandans, jafnvel smæstu hreyfingar. Miðlungsaðdráttarlinsumyndavél Air 3S styður einnig upptöku 10-bita myndbanda með venjulegri litastillingu með H.265-kóðun, sem skilar sér í betri litum og meiri sveigjanleika í eftirvinnslu. Með 10-bita D-Log M litastillingunni tekur myndavélin upp nákvæmari liti og túlkar gullfallega skær borgarljós að kvöldi til. Free Panorama Bæði aðalmyndavélin og aðdráttarmyndavél DJI Air 3S bjóða upp á Free panorama stillingu sem gerir mögulegt að skapa hnökralausar víðmyndir með því að setja saman mörg mynd með handvöldu viðfangsefni eða svæði. Víðlinsumyndavélin býður upp á breiðara sjónsvið sem bætir skilvirkni hvað varðar víðmyndatöku. Miðlungsaðdráttarlinsumyndavélin minnkar til muna myndbrenglun og nýtir margra myndir til að skapa algjört meistaraverk.DJI Air 3S styður einnig við vinsæla eiginleika svo sem 2,7K lóðrétta upptöku, MasterShots, QuickShots, Hyperlapse og fleira og kemur saman í eina risastóra skapandi verkfærakistu í smáum umbúðum. Öruggara flug að næturlagi fyrir fleiri sköpunarmöguleika Sjónræn hindranaskynjun í allar áttir DJI Air 3S styður Advanced Pilot Assistance Systems (APAS). Þar að auki er hann fyrsti DJI dróninn með LiDAR sem snýr fram á við og kemur einnig með innrauðum time-of-flight (ToF) skynjurum sem snúa niður á við og sex sjónrænum skynju

Verslaðu hér

  • DJI Store Reykjavík Drónaverslun 519 4747 Lækjargötu 2a, 101 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.