Vörumynd

Éclairs og fleira franskt

Bakstur úr “pate choux” eða vatnsdeigi er vinsæll víða um heim, sér í lagi í París.  Þar eru heilu bakaríin undirlögð af bakkelsi úr þessu deigi í allskonar úrfærslum. Við bjóðum nú upp á námskeið í að fullkomna þetta deig og bökum “éclairs“, þessar fallegu og ómótstæðilegulegu kökur með dásamlegri vanillufyllingu og súkkulaðihjúp. Á námskeiðinu kynnumst við kökum úr þessu deigi sem eru þekktar í…
Bakstur úr “pate choux” eða vatnsdeigi er vinsæll víða um heim, sér í lagi í París.  Þar eru heilu bakaríin undirlögð af bakkelsi úr þessu deigi í allskonar úrfærslum. Við bjóðum nú upp á námskeið í að fullkomna þetta deig og bökum “éclairs“, þessar fallegu og ómótstæðilegulegu kökur með dásamlegri vanillufyllingu og súkkulaðihjúp. Á námskeiðinu kynnumst við kökum úr þessu deigi sem eru þekktar í Evrópu og kynnumst sögunni á bak við deigið. Auk éclairs bökum við nokkrar klassískar kökur og brauð úr vatnsdeigi eins og “profiteroles” sem er turn úr bollum með vanillukremi og súkkulaðisósu, rjómabollur með craqueline top og gómsæta ostaköku.Það sem við lærum á námskeiðinu:Paté choux - vatnsdeigÉclairsVatnsdeigsbollur með craqueline-toppOstaköku úr vatnsdeigiFranskt vanillukremÍskremSúkkulaðisósu

Verslaðu hér

  • Salt eldhús
    Salt eldhús 551 0171 Þórunnartúni 2, 105 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.