Vörumynd

Einmana prímtölur

Paolo Giordano

Prímtölur eru tölur sem engin heil tala gengur upp í nema einn og talan sjálf.

Þegar Alice og Mattia kynnast á  unglingsárum eru þau hvort um sig mörkuð af skelfilegri  bernskureynslu. Þau eru á skjön við umhverfi sitt, einfarar í

eilífu mótstreymi, en laðast hvort að öðru og vinátta þeirra lifir fram á fullorðinsár. Fortíðin vakir þó sífellt yfir þeim og mótar þroska þeirra og samskipti.…

Prímtölur eru tölur sem engin heil tala gengur upp í nema einn og talan sjálf.

Þegar Alice og Mattia kynnast á  unglingsárum eru þau hvort um sig mörkuð af skelfilegri  bernskureynslu. Þau eru á skjön við umhverfi sitt, einfarar í

eilífu mótstreymi, en laðast hvort að öðru og vinátta þeirra lifir fram á fullorðinsár. Fortíðin vakir þó sífellt yfir þeim og mótar þroska þeirra og samskipti.

Alice og Mattia eru tvær einmana prímtölur, þó þau eigi  margt sameiginlegt eru þau föst hvort á sínum stað. Svo gerist  atburður sem breytir öllu og ekkert verður eins og áður.

Einmana prímtölur er fyrsta skáldsaga Ítalans Paolos Giordano (f. 1982) en fyrir hana hlaut hann hin virtu Premio Strega-verðlaun og varð þar með yngsti verðlaunahafinn í sögu þeirra. Bókin fer nú mikla sigurför um heiminn. Giordano er  eðlisfræðingur að mennt og býr í Torino.

Hjalti Snær Ægisson þýddi.

Einmana prímtölur er  64. bókin í hinum föngulega bókaflokki NEON. Stundum kallaður besti bókaklúbbur í heimi.

„Vel skrifuð bók … melankólísk en undarlega fögur lesning.“
The Guardian

„Ótrúlega hæfileikaríkur höfundur.“
Corriere della Sera

Kaupa bókina á Panama.is!

Verslaðu hér

  • Bjartur og Veröld
    Bjartur og Veröld ehf - bókaforlag 414 1450 Vesturvör 30b, 200 Kópavogi

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.