Vörumynd

Emerald Green "110" Lux

BOJ

Handföngin og plattarnir bakvið upptakarana eru úr sapele, sem er stórt og fallegt tré í Suður-Afríku. Upptakararnir sjálfir eru að mestu leyti gerðir úr zamak, þar sem undirstaðan er zink og ál. Skrúfan eða “ormurinn” er úr stáli.

BOJ veggupptakarinn var upphaflega hannaður fyrir 75 árum af Santiago Olaneta, syni stofnanda BOJ og hönnunarteymi hans. BOJ hefur verið í sömu fjölskyld…

Handföngin og plattarnir bakvið upptakarana eru úr sapele, sem er stórt og fallegt tré í Suður-Afríku. Upptakararnir sjálfir eru að mestu leyti gerðir úr zamak, þar sem undirstaðan er zink og ál. Skrúfan eða “ormurinn” er úr stáli.

BOJ veggupptakarinn var upphaflega hannaður fyrir 75 árum af Santiago Olaneta, syni stofnanda BOJ og hönnunarteymi hans. BOJ hefur verið í sömu fjölskyldu frá upphafi og hefur nú þriðja kynslóð tekið við því að hanna fallega aukahluti fyrir vínunnendur síðan árið 1905.

Á 110 ára afmæli fyrirtækisins var gerð ný og nútímalegri útgáfa af veggupptakaranum, sem þeir kalla “Corkscrew 110”. Helsti munurinn á hefðbundna veggupptakaranum og 110 ára útgáfunni er að handfangið er ekki úr tré, plattarnir fengu nýja liti og hólkurinn neðst á upptakaranum er svartur.

Lux línan hámarkar gæði og gefur ákveðinn glæsibrag með sérvöldum litum. Hægt er að velja á milli 8 lita sem fylgja tískustraumum hverju sinni með því að smella hér.

Hæð x breidd: 55 x 8 cm. Skrúfur og tappar til að festa á vegg fylgja með.

Verslaðu hér

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.