Vörumynd

Erborian BB Créme Au Ginseng 4 Litir

Erborian

BB CRÈME AU GINSENG er litað dagkrem sem er bæði húðvara og farði sem fullkomnar áferð húðarinnar. Kremið inniheldur ginseng sem gefur húðinni fullkomna og slétta áferð ásamt því að veita góða næringu og vernd.

Þessi margnota húðvara nýtir kóreska sérfræðiþekkingu en formúlan aðlagar litatón kremsins að þínum náttúrulega húðlit og:
1. Jafnar út og fullkomnar yfirbragð húðarinnar. …

BB CRÈME AU GINSENG er litað dagkrem sem er bæði húðvara og farði sem fullkomnar áferð húðarinnar. Kremið inniheldur ginseng sem gefur húðinni fullkomna og slétta áferð ásamt því að veita góða næringu og vernd.

Þessi margnota húðvara nýtir kóreska sérfræðiþekkingu en formúlan aðlagar litatón kremsins að þínum náttúrulega húðlit og:
1. Jafnar út og fullkomnar yfirbragð húðarinnar.
2. Gefur meðalþekju og dregur úr sýnileika litabletta í húðinni.
3. Lagfærir ójöfnur í húðinni og jafnar litatóninn.
4. Gefur húðinni raka og fyllingu.
5. Veitir SPF 20 sólarvörn.
6. Gefur húðinni olíulausa flauelslíka áferð.

Húðin verður sýnilega mýkri, sléttari, fallegri ásýndar og silkimjúk viðkomu á við barnshúð!

BB CRÉME AU GINSENG ,,Clair´´ hentar sérstaklega fyrir ljósan húðtón með bleikan undirtón.
BB CRÉME AU GINSENG ,,Nude´´ hentar ljósum húðtón með hlutlausan undirtón.
BB CRÉME AU GINSENG ,,Doré´´ hentar sérstaklega fyrir meðaldökkan húðtón með gulan undirtón.
BB CRÉME AU GINSENG ,,Caramel´ hentar sérstaklega fyrir dekkri húðtón með gulan undirtón.

100% steinefnalitarefni. Prófað undir eftirliti húðlækna. Stíflar ekki húðholurnar. Vegan formúla. Ný og endurbætt formúla.

Virk innihaldsefni

Hvítt Ginseng (6 ára gamalt), blandað saman við plöntuseyði (VILLT YAM, KIGELIA, ELFTING (e. Horsetail), LAKKRÍSRÓT), sem hjálpa við að slétta húðina.

Glýserín, sem gefur húðinni raka og meiri fyllingu.

Sólarvörn, sem verndar húðina gegn skaðlegum áhrifum útjólublárra geisla.

Hverjum hentar varan?

Hentar öllum húðtegundum.

Notkunarleiðbeiningar

Berið á andlit og háls og dreifið vel úr kreminu með höndunum eða bursta. Best er að vinna litinn út frá miðju andlitsins. BB kremið er hægt að nota eitt og sér eða á eftir öðru dagkremi.

Verslaðu hér

  • Heimadecor
    Heimadecor 481 2209 Hilmisgötu 4, 900 Vestmannaeyjum

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.