Vörumynd

Evercade EXP ferða Retro handleikjatölva

Evercade
Evercade EXP ferða Retro handleikjatölva með 24 leikjum!

Evercade EXP er ein öflugasta ferða Retro leikjatölvan á markaðinum með 4,3" IPS Tempered gler skjá fyrir meiri vörn, 4ra kjarna örgjörva og frábæru valmyndakerfi. 18 Capcom leikir eru innyggðir í Evercade EXP leikjatölvuna þá fylgir einnig með IREM Arcade1 leikjahylki með 6 leikjum, svo er hægt að bæta við yfir 380 full…
Evercade EXP ferða Retro handleikjatölva með 24 leikjum!

Evercade EXP er ein öflugasta ferða Retro leikjatölvan á markaðinum með 4,3" IPS Tempered gler skjá fyrir meiri vörn, 4ra kjarna örgjörva og frábæru valmyndakerfi. 18 Capcom leikir eru innyggðir í Evercade EXP leikjatölvuna þá fylgir einnig með IREM Arcade1 leikjahylki með 6 leikjum, svo er hægt að bæta við yfir 380 fully licensed Retro leikjum með því að smella Evercade leikjahylkjum í bakið á leikjatölvunni. Frábært valmyndakerfi með yfirliti yfir leiki, Quick Save, Load, Last Save og allar stillingar fyrir skjá og stýripinna. Ekkert mál að tengja við sjónvarp og spila í 720p með mini-HDMI tengi, kapall fylgir ekki. 4-5 klst rafhlöðuending, USB-C hleðslukapall fylgir.

  • Evercade EXP 8/16/32 bit ferða Retro leikjatölva.
  • 4,3" IPS Tempered gler skjár, krystaltær og bjartur skjár.
  • Öflugur 4-kjarna 1.5 Ghz örgjörvi, 512MB og 4GB geymslupláss.
  • innbyggður USB D-Pad stýripinni með 8 leikjahnöppum.
  • TATE mode fyrir Vertical (90°) spilun, fullkomið í 1942 og fleiri leiki.
  • mini 720p HDMI tengi til að tengja við sjónvarpið, kapall fylgir ekki.
  • Stereo hátalarar innbyggðir og 3,5" tengi fyrir heyrnartól.
  • WiFi fyrir Firmware, leikja og aðgerðar uppfærslur.
  • Allt að 5 tíma rafhlaða með USB-C hleðslutengi, kapall fylgir.
  • Fullkomin stærð 192x78x20mm og fislétt aðeins 270g
  • Vandað valmyndakerfi, fyrir stillingar, leiki og SAVES (vistaðu stöðu í leikjum).
  • Cartridge slot fyrir Evercade leikjahylki í bakinu.
  • Yfir 380 leikir fáanlegir á hylkum allt að 20 leikir saman á hylki.
  • 24 leikir fylgja, 18 innbyggðir Capcom leikir og IREM Arcade1 leikjahylki með 6 leikjum.

18 Capcom leikir innbyggðir í Evercade EXP:
  • 1942 (Arcade version '84), einn vinsælasti flug skotleikur allra tíma.
  • 1943 (Arcade version '87), enn flottari útgáfa af þessari klassík.
  • 1944 : The Loop Master (Arcade version '00), nýjar flugvélar og nýtt ævintýri.
  • Bionic Commando™ (Arcade version '87), geggjaður Platform leikur.
  • Captain Commando™ (Arcade version '91), bardagaleikur sem er óendanlega skemmtilegur!
  • Commando™ (Arcade version '85), hlauptu og skjóttu, fáranlega skemmtilegur leikur!
  • Final Fight™ (Arcade version '89), Klassískur bardagaleikur sem er enn verið að gefa út!
  • Forgotten Worlds™ (Arcade version '88), Hliðarskotleikur sem er ávanabindandi!
  • Ghouls ‘n Ghosts™ (Arcade version '88), Platformleikur sem hefur unnið til fjölda verðlauna.
  • Legendary Wings™ (Arcade version '86), Fullkominn fyrir TATE mode, þú spilar þennan á hlið ;)
  • MERCS (Arcade version '90), Hlauptu og skjóttu, taktu niður herþyrluna áður en hún nær þér!
  • Street Fighter II’: Hyper Fighting (Arcade version '92), Besta útgáfan af þessum sívinsæla leik!
  • Strider (Arcade version '89), Platform leikur sem hægt er að spila til skiptis í 2ja manna!
  • Vulgus™ (Arcade version), Skotleikur fyrir TATE mode, þú spilar þennan á hlið ;)
  • Mega Man (8-bit '87), upprunalegi leikurinn sem Nintendo gerði frægan!
  • Mega Man 2 (8-bit '88), einn vinsælasti Nintendo leikur allra tíma.
  • Mega Man X (16-bit '93), Super Nintendo (SNES) útgáfan af þessum vinsæla leik.
  • Breath of Fire (16-bit '93-'01), Role-Playing (RPG) leikur gefin út á SNES '93 og Game Boy Adv. '01.

IREM Arcade1, hylki með 6 leikjum fylgir einnig:
  • R-Type (Arcade '87), Hliðar skotleikur, sem tók endalausa peninga í spilakassanum ;)
  • Moon Patrol (Arcade '82), Trukkaðu um tunglið og forðastu sprengingar.
  • In the Hunt (Arcade '93), verulega flottur leikur sem minnir á R-Type.
  • Battle Chopper (Arcade '87), Hliðar skotleikur þar sem þú hleður litla þyrlu af vopnum!
  • Lightning Swords (Arcade '91), Klassískur bardagaleikur.
  • 10-Yard Fight (Arcade '83), Amerískur fótbolti í klassísku útliti.
Skiptu bara um leikjahylki og Evercade getur orðið: Arcade (spilakassar), Atari 2600, Atari 7800, Atari Lynx, Game Boy, GBC, GBA, Intellivision, Nintendo NES, SNES, Mega Drive, Master System og PSX.

Verslaðu hér

  • Tölvutek
    Tölvutek 563 6900 Fleiri en ein verslun

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.