Guðrún - eyrnalokkar með 14K gyllingu og endurnýttu skarti - engin tvö pör eins.
Hönnun Hring eftir hring - Steinunn Vala Sigfúsdóttir:
"Þegar við notum það sem við þegar eigum til heima, skiljum við ekki eftir okkur kolefnisspor sem verða þegar við kaupum glænýja flík eða skartgrip. Flíkur og skart endast þó misvel og lengi. Stundum er það tískan sem breytist og gerir okkur frábitin því sem við eigum. Í öðrum tilvikum slit.