„Er kannski nauðsynlegt að fórna draumum til þess að halda stundarfrið? Er það einasta ráðið? Hvers virði er þá sá friður? Hvað hlaust þú í skiptum fyrir þínar brostnu vonir?“ Svo segir í nýrri skáldsögu Úlfars Þormóðssonar, Farandskuggum, sem komin er út hjá Veröld. Þegar sonur reynir að stykkja saman ævi aldraðrar móður sinnar rekst hann á ýmsar hindranir. Þykk og þrúgandi þögn hefur legið yf…
„Er kannski nauðsynlegt að fórna draumum til þess að halda stundarfrið? Er það einasta ráðið? Hvers virði er þá sá friður? Hvað hlaust þú í skiptum fyrir þínar brostnu vonir?“ Svo segir í nýrri skáldsögu Úlfars Þormóðssonar, Farandskuggum, sem komin er út hjá Veröld. Þegar sonur reynir að stykkja saman ævi aldraðrar móður sinnar rekst hann á ýmsar hindranir. Þykk og þrúgandi þögn hefur legið yfir mörgu í lífi hennar og fjölskyldunnar – draumar og þrár hafa rekist illa í hörðum og miskunnarlausum veruleika.
Í sársaukafullu ferðalagi sonarins um ævi móður sinnar er hann þó ekki síður í leit að því sem mótaði hann sjálfan. Um leið er hér sögð saga heillar kynslóðar íslensks alþýðufólks – farandskuggum fyrri tíðar – í bók sem er í senn raunsæ og þrungin fegurð. Úlfar Þormóðsson hefur vakið mikla athygli fyrir sögulegar skáldsögur sínar. Í þessari grípandi og ágengu sögu sýnir hann á sér nýja hlið sem koma mun á óvart.
101 bls.
„Frábær bók“ – Árni Matthíasson, Morgunblaðinu
„Dásamleg bók“ – Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra
„Ég er mjög hrifin af þessari bók … skrifuð af gríðarlegri einlægni.“ Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljunni
„“Hann hefur mjög fína, elskulega, ekki of ágenga nærveru, við móðurina sérstaklega. Mér finnst þetta vera prik fyrir hann að ná tökum á svona erfiðu formi. Mjög fallega gert.“ Páll Baldvin Baldvinsson, Kiljunni
Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.