Feetures sokkarnir eru mest seldu hlaupasokkar í sérverslunum í Bandaríkjunum!Compression gerðin er sú lang vinsælasta í þrýstisokkum og hefur reynst okkur rosalega vel. Þó þeir séu hannaðir sem hlaupasokkar eru þeir frábærir í allar íþróttir, hlaup, hjól, göngu, fótbolta, handbolta og margt fleira. Mikilvægt er að nota góða sokka til að minnka hættu á hælsærum, nuddsárum og blöðrum.Það sem gerir Compression sokkana einstaka er:
-
Stuðningur undir iljaboga sem heldur sokknum á sínum stað og eykur þægindi. Hefbundnir íþróttasokkar eru með teygju undir ilina og yfir ristina en það getur heft blóðflæði í æðum ofan á ristinni.
-
Gratuated Compression sem þrýstir upp kálfann til að losa eiturefni úr kálafnum og hleypa að nýjum blóðkornum til að koma í veg fyrir bólgur og meiðsl.
-
Hann er þrengstur um ökkla og víkkar svo upp kálfann svo hann er
-
iWick® efni sem andar vel og færir svita vel frá húðinni. Margir hefbundnir íþróttasokkar eru úr bómull eða blandaðir bómull en það dregur í sig meiri raka og andar minna sem eykur hættuna á blöðrum.
-
Sérsniðnir fyrir hægri og vinstri fót svo að sokkurinn leggist fullkomlega að fætinum og minnkar hættu á nuddi.
-
Svokallaður Y-hæll sem veitir meiri stuðning um hælinn svo sokkurinn renni ekki til.
-
Með Perfect Toe® er enginn pirrandi saumur við tærnar.
Þeir fást í einni þykkt:
-
Light Cushion - Þunnir að ofan en milliþykkir að neðan.
Sokkana má þvo í þvottavél við 30-40° án mýkingarefnis og má þurrka við lágan hita í þurrkara sem er nánast óþarfi þar sem þeir eru mjög fljótþornandi. Best er að þvo þá á röngunni.Koma í fjórum stærðum eftir skónúmerum.
-
Small: 34-37
-
Medium: 38-42
-
Large: 43-46
-
X-Large: 47-51
Stærð extra-large