Fyrst maður er í tauinu, afhverju ekki að skipta út blautþurrkunum líka? Fjölnota þurrkur úr bambus sem hægt er að nota á bossan, nebbann, munninn, litlar hendur eða bara hvað sem er. Þurrkurnar eru gerðar úr bambus sem er náttúrlega sveppa- og bakteríudrepandi. Ómissandi í skiptitöskuna! Þær eru mjög mjúkar fyrst en stífna með tímanum og þá líkist áferðin þurru handklæðinu en þ…
Fyrst maður er í tauinu, afhverju ekki að skipta út blautþurrkunum líka?
Fjölnota þurrkur úr bambus sem hægt er að nota á bossan, nebbann, munninn, litlar hendur eða bara hvað sem er.
Þurrkurnar eru gerðar úr bambus sem er náttúrlega sveppa- og bakteríudrepandi. Ómissandi í skiptitöskuna! Þær eru mjög mjúkar fyrst en stífna með tímanum og þá líkist áferðin þurru handklæðinu en þó aðeins mýkra, en mýkjast um leið og þær blotna. Þurrka óhreinindi mjög vel og sér í lagi kúk. Svo hendir þú þeim bara í þvott með bleyjunum!
90% viscose sem unnið er úr bambus
10% endurunnið polyester
Little Lamb Nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án alls vafa þeirra vinsælasta vara.
Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.