Vörumynd

Frandsen Mega Edison E27 pera gyllt

Frandsen,Outlet
Sögu Frandsen má rekja aftur til ársins 1968 þegar hinn danski verkfræðingur Benny Frandsen hóf að hanna og framleiða ljós og lampa í kjallaranum þar sem hann bjó. Ári síðar, eftir margar tilraunir sem ekki náðu vinsældum hannaði hann Ball vegglampann sem sló í gegn. Hönnunin var einföld og hagnýt og Ball varð fljótt eins konar tákn áttunda áratugarins, hönnun sem fljótt var að finna á flestum dö…
Sögu Frandsen má rekja aftur til ársins 1968 þegar hinn danski verkfræðingur Benny Frandsen hóf að hanna og framleiða ljós og lampa í kjallaranum þar sem hann bjó. Ári síðar, eftir margar tilraunir sem ekki náðu vinsældum hannaði hann Ball vegglampann sem sló í gegn. Hönnunin var einföld og hagnýt og Ball varð fljótt eins konar tákn áttunda áratugarins, hönnun sem fljótt var að finna á flestum dönskum og mörgum íslenskum heimilium.Í dag vinnur Frandsen með yngri kynslóð skandinavískra hönnuða eins og studio 365° North og hönnuðinum Theresa Bligaard til að hanna ljós sem eru nú vinsæl um allan heim. Þarna blandast reynslan við nýjar hugmyndir. En hönnunin og öll framleiðsla hefur frá upphafi verið gerð til að endast milli kynslóða.

Verslaðu hér

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.