RTX 50 línan er mætt til leiks! Stútfullt af nýjustu tækni frá NVIDIA eins og hinni frábæru DLSS 4.0 uppskölunartækni og glænýrri fjölrammaframköllun (Multi Frame Generation) sem að framkallar allt að 3 nýja ramma með nýrri gervigreindartækni. RTX er háþróaður vettvangur fyrir fulla Ray-Tracing og neural-rendering tækni sem er að bylta því hvernig við spilum og sköpum.
Gigabyte RTX 5060 Ti 16GB Windforce 2X kortið er glæsileg tveggja viftu útgáfa sem fer upp í 2572 MHz klukku! Sterkbyggt með Ultra-Dense ramma ásamt Gigabyte merki.