Þessi dásamlegi gjafapúði er hannaður fyrir verðandi og nýbakaða foreldra og er líklegt að verði einn af uppáhalds hlutunum fyrir og eftir fæðingu. Púðinn hentar jafnt fyrir brjóstagjöf sem og pelagjöf. Gjafapúðinn býr yfir einstakri hönnun og notagildi. Hann er í þægilegri hæð, og hægt er að móta hann vel og laga að líkama foreldris og barnsins - þannig að foreldrið sé afslappað við gjöfina og…
Þessi dásamlegi gjafapúði er hannaður fyrir verðandi og nýbakaða foreldra og er líklegt að verði einn af uppáhalds hlutunum fyrir og eftir fæðingu. Púðinn hentar jafnt fyrir brjóstagjöf sem og pelagjöf. Gjafapúðinn býr yfir einstakri hönnun og notagildi. Hann er í þægilegri hæð, og hægt er að móta hann vel og laga að líkama foreldris og barnsins - þannig að foreldrið sé afslappað við gjöfina og barnið einnig. Púðinn er með laufblöðum á endunum sem hægt er að binda utan um mittið sem enn betri stuðningur. Laufblöðin geta einnig verið fyrir barnið til að halda í.
Púðinn er góður mjaðmastuðningur á meðgöngu, og er einnig tilvalinn sem stuðningur þegar barnið liggur á maganum og þegar það lærir að sitja.
Þessi frábæri gjafapúði frá That's Mine hefur slegið í gegn hjá dönskum foreldrum, enda nýstárleg hönnun og vönduð framleiðsla!
Efni: Áklæði úr 100% lífrænum bómull, fylling úr kúlum sem eru bakteríudrepandi og án PVC.
Stærð: 77 x 72 cm
Áklæðið má þvo með lokuðum rennilás á 40°. Innri púðann má þvo á 40° í poka, og þarf hann að þorna alveg áður en áklæðið er sett aftur á.
Ekki skilja barnið eftir eitt með púðann. Athugið með tímanum þjappast fyllingin saman og gæti þurft að fylla á púðann. Varist að toga fast í laufblöðin.
Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.