Peysan er prjónuð neðan frá fram og til baka með fallegu mynstri sem líkist helst litlum blómum. Mynstrið er prjónað á öllum bolnum, bæði að framan og aftan en ermar eru sléttar. Buxurnar eru prjónaðar ofan frá og í hring. Stuttar umferðir eru prjónaðar að aftan til þess að auka pláss fyrir litla bossa
*Athugið að um áætlað magn er að ræða og er ólíkt eftir garni og prjónara hversu m…
Peysan er prjónuð neðan frá fram og til baka með fallegu mynstri sem líkist helst litlum blómum. Mynstrið er prjónað á öllum bolnum, bæði að framan og aftan en ermar eru sléttar. Buxurnar eru prjónaðar ofan frá og í hring. Stuttar umferðir eru prjónaðar að aftan til þess að auka pláss fyrir litla bossa
*Athugið að um áætlað magn er að ræða og er ólíkt eftir garni og prjónara hversu mikið þarf.
Drops Merino Extrafine (sýnt á mynd) eða Scout (fæst í vefverslun MeMe Knitting) - hægt er að nota allt garn sem passar við prjónfestuna.
10 cm = 22 lykkjur sléttprjón á 3,5 mm prjóna
Stærðir | Yfirvídd peysu | Garn í peysu* | Garn í buxur* |
0-3 mánaða | 47 cm | 150 gr | 100 gr |
3-6 mánaða | 52 cm | 150 gr | 150 gr |
6-9 mánaða | 56 cm | 200 gr | 150 gr |
9-12 mánaða | 56 cm | 200 gr | 200 gr |
1-2 ára | 61 cm | 250 gr | 200 gr |
Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.