LPX Tactical 9,9 feta einhendur
Þessar 9,9 feta stangirnar bjóða upp á nýja nálgun í fluguveiði, enda sameina þær notagildi ólíkra veiðiaðferða. Þær eru hannaðar til veiða með púpum og þurrflugum, í euro-nymphing og létta straumfluguveiði. Þökk sé háþróaðri tækni við samsetningu koltrefjanna eru stangirnar virkilega notendavænar. Þær hafa mjög lága sveifluþyngd miðað við lengd og línuþyngd. Útlit stanganna er nútímalegt og geta þær mótað þröngan og nákvæman línubug. Aukin lengd gerir veiðimönnum kleift að ná lengra og vera um leið í betri snertingu og stjórn þegar línuna rekur. Í samanburði við 9 feta stangirnar má með þeim ná meiri hæð í fluguköstin, sem kemur sér vel þegar gróður eða hár bakki er fyrir aftan. Þá gefst einnig meiri tími til að menda línuna í loftinu og bæta framsetningu. Lengd stanganna kemur sér einnig vel þegar veitt er úr belly -bát, eða þegar vaðið er djúpt. Stangirnar í línuþyngdum #2-3 eru nákvæmar og henta vel í þurrflugur eða léttar púpur með grönnum taumum. Línuþyngdir #4-5 eru frábærar til alhliða nota og bjóða upp á fjölbreytta notkun í straumvatni, stöðuvötnum og tjörnum. Þótt þær séu sniðnar fyrir þurrflugur og púpur eru þær einnig kjörnar í vatnaveiði með smærri straumflugum.Ítarupplýsingar
C.A.P M4.0 tæknin
C.A.P M4.0™ koltrefjauppsetningin skapar einstaka sveigju með hraðri endurheimt og mikilli nákvæmni. C.A.P tæknin er með flóknu áslægu mynstri, CAP (e. Complex Axial Pattern) sem parað er við einátta koltrefjauppbyggingu. Með tækninni eru koltrefjalög lögð upp í mismunandi horn hvert á annað til að hámarka styrk og stöðugleika í allar áttir. Í einátta óofnu koltrefjamynstri liggja allar trefjarnar í einni samsíða stefnu, sem tryggir hámarksstyrk stangardúksins. M4.0 ™ er kvoðan eða plastefnið (e. Resin) sem notað er í þessháttar uppbyggingu. Vegna þeirra eiginleika sem efnið hefur er fyllt betur í eyður stangardúksins en með öðrum hefðbundnum efnum sem leiðir af sér meiri styrk. Það dregur einnig úr magni plastefnisins sem annars þyrfti að nota sem endurspeglast í því hve léttar stangirnar eru.Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.