https://youtu.be/fYZJmP65gts The Allrounder lyftingastöngin hefur vakið mikla athygli á heimsvísu fyrir einstaka SlideLock læsingarkerfið sem gerir þér kleift að sleppa klemmum. Eftir að hafa prófað Allrounder stöngina kom það í ljós að það er mjög auðvelt að venjast þessu nýja læsingakerfi og afar þægilegt (þá sérstaklega fyrir æfingastöðvar) að vera laus við klemmurnar sem geta verið misgóðar. …
https://youtu.be/fYZJmP65gts The Allrounder lyftingastöngin hefur vakið mikla athygli á heimsvísu fyrir einstaka SlideLock læsingarkerfið sem gerir þér kleift að sleppa klemmum. Eftir að hafa prófað Allrounder stöngina kom það í ljós að það er mjög auðvelt að venjast þessu nýja læsingakerfi og afar þægilegt (þá sérstaklega fyrir æfingastöðvar) að vera laus við klemmurnar sem geta verið misgóðar. Í grunninn er allrounder stöngin hönnuð í alhliða notkun eins og nafnið ber að kynna og framleiðslan er í hæsta gæðaflokki og keppir því hæglega við stærstu merkin í bransanum. Stöngin er hönnuð með það í huga að bjóða upp á alla lykilfítusa sem að bestu stangirnar á markaðnum hafa ásamt því að vera með Slidelock læsingarkerfið. Til þess að tryggja að slidelock kerfið væri öruggt þurftu Gungnir að fara í mikla hönnunarvinnu sem endaði með því að stálið sem notað er í "ermarnar" er af sama gæðastaðli og í stönginni sjálfri en það hefur að okkar viti ekki verið gert áður. Slidelock festingarnar sjálfar eru svo framleiddar úr títaníum sem að gerir þær ótrúlega endingargóðar en á sama tíma nógu léttar svo að þær hafi ekki áhrif á snúninginn á stönginni. Slidelock kerfið hefur staðist gríðarlegar álagsprófanir eins og 15 þúsund "dropp" úr 1,6m hæð með 320kg af lóðaplötum á endunum og hliðarpressu upp á 15 tonn. Ef að þú ert að leita að mjög vandaðri alhliða 20kg lyftingastöng þá er Allrounder stöngin hiklaust stöng sem þú ættir að prófa. Helstu mál o.fl.: Þyngd: 20kg Læsingarkerfi: Slidelock Lengd: 220cm Pláss fyrir lóðaplötur á erm: 41,5cm Stangarþykkt: 28mm Fínskurður: Milligrófur (og lína af mildum fínskurði í miðju stangarinnar Hámarksþyngd: 680kg Fóðring: Sérhönnuð bronsfóðring Húðun á stöng: Satin hard chrome Húðun á ermum: Electroless nickel deposit Slidelock festingar: Títaníum Þvermál enda: 50mm (ólympísk)