Réttarsálfræðingurinn Rebecca Lekman er nýflutt frá Bandaríkjunum heim til Djursholm í Svíþjóð til að annast veika móður sína. Fortíðin bankar upp á hjá henni þegar hún fær símtal um nótt frá gömlum samstarfsmanni sem segir henni að ástkona Rebeccu í menntaskóla, Louise, hafi verið myrt á heimili sínu. Louise hafði verið uppreisnargjarn unglingur en var orðin fín frú á …
Réttarsálfræðingurinn Rebecca Lekman er nýflutt frá Bandaríkjunum heim til Djursholm í Svíþjóð til að annast veika móður sína. Fortíðin bankar upp á hjá henni þegar hún fær símtal um nótt frá gömlum samstarfsmanni sem segir henni að ástkona Rebeccu í menntaskóla, Louise, hafi verið myrt á heimili sínu. Louise hafði verið uppreisnargjarn unglingur en var orðin fín frú á glæsiheimili. Hver gat viljað hana feiga? Og hvers vegna hafði Louise reynt að hafa samband við Rebeccu stuttu áður en hún dó þótt hún hefði strengt þess heit að tala aldrei við hana aftur?
Fleiri spurningar vakna eftir því sem Rebecca kafar dýpra og brátt stendur hún frammi fyrir því að spyrja sjálfa sig hvort hún sé reiðubúin að hætta lífi sínu til að komast að því hver drap Louise.
Fyrsta bókin í flokki æsispennandi sálfræðitrylla um réttarsálfræðinginn Rebeccu Lekman.
Camilla Sten hefur áður skrifað spennusögurnar Þorpið og Erfingjann sem fengu frábærar viðtökur íslenskra lesenda.
Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.