Vörumynd

Haförninn

Haförninn Af tilefni 50 ára afmælis Fuglaverndar og 100 árum frá því að Alþingi samþykkti lög er fólu í sér friðun arnarins, var ákveðið að gefa út veglegt rit um þennan tígulega en sjaldgæfa fugl. Starf félagsins snerist lengi framan af aðallega um vernd og viðgang arnarstofnsins. Ásamt því að vera afmælisgjöf félagsins til félaga þá höfum við dreift ritinu til menntastofnana í byggðarlögum á he…
Haförninn Af tilefni 50 ára afmælis Fuglaverndar og 100 árum frá því að Alþingi samþykkti lög er fólu í sér friðun arnarins, var ákveðið að gefa út veglegt rit um þennan tígulega en sjaldgæfa fugl. Starf félagsins snerist lengi framan af aðallega um vernd og viðgang arnarstofnsins. Ásamt því að vera afmælisgjöf félagsins til félaga þá höfum við dreift ritinu til menntastofnana í byggðarlögum á helstu búsvæðum arnarins. Ritið er unnið í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands. Þar má  finna upplýsingar um útbreiðslu og stofnstærð og lífshætti arnarins en einnig er komið inná sagnaminni og hindurvitni og sögu hans á Íslandi. Ritið prýða vel valdar ljósmyndir eftir helstu arnarljósmyndara landsins. Það sem er ekki síst mikilvægt frá sjónarhorni Fuglaverndar við útgáfu slíks rits er sú von að með aukinni fræðslu og búsvæðavernd sé hægt að fækka þeim ógnum sem steðja að erninum af mannavöldum.   Höfundur texta: Kristinn Haukur Skarphéðinsson. Ljósmyndarar: Daníel Bergmann, Hjálmar R. Bárðarson, Jóhann Óli Hilmarsson, Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Peer von Wahl, Sindri Skúlason, Þórir Níels Kjartansson. Haförninn. Útgáfuár: 2013

Verslaðu hér

  • Fuglavernd
    Fuglavernd - Fuglaverndarfélag Íslands 562 0477 Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.