Vörumynd

Hálft hjarta

Sofia Lundberg

Elín lifir hinu fullkomna lífi, er virtur og vinsæll ljósmyndari í New York, á yndislegan eiginmann og 17 ára dóttur. Þegar hún fær óvænt bréf frá æskuvini sínum koma brestir í glansmyndina og draugar fortíðar fara á stjá. Fátækt og erfiðleikar æskuáranna á Gotlandi hafa skilið eftir sig djúp sár og nú þarf hún að horfast í augu við veruleika sem hún flúði frá.
Hálft hjarta er grípandi…

Elín lifir hinu fullkomna lífi, er virtur og vinsæll ljósmyndari í New York, á yndislegan eiginmann og 17 ára dóttur. Þegar hún fær óvænt bréf frá æskuvini sínum koma brestir í glansmyndina og draugar fortíðar fara á stjá. Fátækt og erfiðleikar æskuáranna á Gotlandi hafa skilið eftir sig djúp sár og nú þarf hún að horfast í augu við veruleika sem hún flúði frá.
Hálft hjarta er grípandi saga um hvernig hægt er að takast á við skömm og sektarkennd og finna sína eigin rödd – og ástina.
Sofia Lundberg hefur verið tilnefnd til fjölda verðlauna fyrir bækur sínar og fyrri bók hennar, Rauða minnisbókin , sló í gegn um allan heim.

Sigurður Þór Salvarsson þýddi.


Verslaðu hér

  • Bjartur og Veröld
    Bjartur og Veröld ehf - bókaforlag 414 1450 Vesturvör 30b, 200 Kópavogi

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.