Vörumynd

Heitur Pottur 3 Manna Denform Arizona

DENFORM
Rafmagns nuddpottur með 25 ryðfríum nuddstútum, potturinn er 200x150x74 cm og rúmar 3 manns. Í pottinum eru 2 sæti og 1 legubekkur. Það er 3 kW vatnshitari með 2 hestafla vatnsdælu fyrir nuddstútana. Skelin er úr UV þolnum akrýl í gráum lit. Einangrun DenForm heitu pottarnir eru vel einangraðir fyrir norðurslóði til að lágmarka rafmagnsnotkun við hitun. Skelin er einangruð með polyfroðu með hitas…
Rafmagns nuddpottur með 25 ryðfríum nuddstútum, potturinn er 200x150x74 cm og rúmar 3 manns. Í pottinum eru 2 sæti og 1 legubekkur. Það er 3 kW vatnshitari með 2 hestafla vatnsdælu fyrir nuddstútana. Skelin er úr UV þolnum akrýl í gráum lit. Einangrun DenForm heitu pottarnir eru vel einangraðir fyrir norðurslóði til að lágmarka rafmagnsnotkun við hitun. Skelin er einangruð með polyfroðu með hitaspeglandi filmu sem endurkastar hitanum aftur í pottinn. Einangrunin kemur í veg fyrir hitatap og hljóðeinangrar pottinn. Vatnshreinsikerfi Það er innbyggt ósonhreinsikerfi sem minkar þörfina á efnum til að halda pottinum hreinum. Fyrst fer vatnið í gegnum fíngerða síu sem fangar óhreinindi svo sem fitu, skordýr og annað sem flýtur á yfirborðinu. Næst er vatnið hitað og því er dælt í gegnum óson sem drepur sýkla á öruggan máta. Vatninu í pottinum er dælt í gegnum hreinsunarkerfið nokkrum sinnum á dag til að halda kerfinu viðhaldslitlu. Síurnar eru auðveldlega aðgengilegar til hreinsunar eða útskipta. Fylgihlutir 1 x Einangrað lok 1 x Sía Rafmagnstenging 3 x 16A öryggi, 400V 1 x 32A öryggi, 230V Eiginleikar Breidd: 150 cm Lengd: 200 cm Hæð: 74 cm Þyngd(tómur): 240 kg Rúmmál: 620 L Það er einnig hægt að fá allskyns aukahluti fyrir pottinn. Það er hægt að skoða aukahluti nánar með því að smella hér.

Verslaðu hér

  • BAUHAUS
    BAUHAUS 515 0800 Lambhagavegi 2, 113 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.