Vörumynd

Hin fullkomna steik

Ægir Friðriksson magtreiðslumeistari þekkir góða steik þegar hann sér hana. Hann ætlar að kenna okkur að velja og matreiða hina fullkomnu steik, hvorki meira né minna og í leiðinni að sýna okkur hvernig eigi að gera góða sósu og elda einfalt, skothelt og ljúfengt meðlæti.  Ægir tekur fyrir naut, lamb og önd og kennir helstu matreiðsluaðferðir og undirbúning. Sósur munu einnig fá pláss, því engin …
Ægir Friðriksson magtreiðslumeistari þekkir góða steik þegar hann sér hana. Hann ætlar að kenna okkur að velja og matreiða hina fullkomnu steik, hvorki meira né minna og í leiðinni að sýna okkur hvernig eigi að gera góða sósu og elda einfalt, skothelt og ljúfengt meðlæti.  Ægir tekur fyrir naut, lamb og önd og kennir helstu matreiðsluaðferðir og undirbúning. Sósur munu einnig fá pláss, því engin er steik án sósu, þó svo að aðaláherslan sé á sjálfar steikurnar. Síðast en ekki síst er slegið upp veislu í lok námskeiðsins, þar sem þátttakendur gæða sér á afrakstrinum.Matseðill sem eldaður verður á námskeiðinu:Lambahryggur á beini með kryddhjúpAndabringa með 5 spice kryddhjúpNauta carpaccio (óhefðbundið)Bernaise-sósaPiparsósaMeðlæti

Verslaðu hér

  • Salt eldhús
    Salt eldhús 551 0171 Þórunnartúni 2, 105 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.