Faðir og dóttir sitja með upptökutæki á milli sín. Þau ætluðu að vinna að bók um það að eldast, um ellina. En þegar vinnan fer loksins af stað hefur ellin náð á honum slíku taki að samtölin verða ómarkviss og fara út um víðan völl.
Hin órólegu
er óvenjuleg og leitandi saga sem leikur sér að hinum ýmsu bókmenntaformum – um barn sem getur ekki beðið eftir því að verða fullorðið, foreldra…
Faðir og dóttir sitja með upptökutæki á milli sín. Þau ætluðu að vinna að bók um það að eldast, um ellina. En þegar vinnan fer loksins af stað hefur ellin náð á honum slíku taki að samtölin verða ómarkviss og fara út um víðan völl.
Hin órólegu
er óvenjuleg og leitandi saga sem leikur sér að hinum ýmsu bókmenntaformum – um barn sem getur ekki beðið eftir því að verða fullorðið, foreldra sem helst vilja vera börn, um minni og gleymsku og hinar mörgu sögur sem mynda eitt líf.
Linn Ullmann er einn þekktasti og vinsælasti rithöfundur Norðurlanda nú um stundir og bækur hennar koma jafnharðan út á helstu tungumálum. Hin órólegu hefur notið mikilla vinsælda og var meðal annars tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir hönd Noregs árið 2016 og Linn Ullmann hlaut verðlaun Sænsku Akademíunnar árið 2017. Eftir hana hafa komið út á íslensku skáldsögurnar Áður en þú sofnar og Náðin .
Ingibjörg Eyþórsdóttir þýddi.
Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.