Vörumynd

Hitaplattar - Hlemmur

KristaDesign

Hitaþolinn platti unninn úr endurunnu hjólbarðagúmmí frá Gúmmívinnslunni.

Gúmmíplattarnir eru mjög slitsterkir, þola vel heita potta og eldföst mót, þá má setja í uppþvottavél og þeir fara sérstaklega vel með viðkvæma borðfleti. Plattarnir eru híbýlaprýði hvort sem þeir eru í notkun eða ekki. Eins er hann óbrjótanlegur.

Gúmmívinnslan hf. var stofnuð 1982 og var upphaflegur tilgangur enduv…

Hitaþolinn platti unninn úr endurunnu hjólbarðagúmmí frá Gúmmívinnslunni.

Gúmmíplattarnir eru mjög slitsterkir, þola vel heita potta og eldföst mót, þá má setja í uppþvottavél og þeir fara sérstaklega vel með viðkvæma borðfleti. Plattarnir eru híbýlaprýði hvort sem þeir eru í notkun eða ekki. Eins er hann óbrjótanlegur.

Gúmmívinnslan hf. var stofnuð 1982 og var upphaflegur tilgangur enduvinnsla á gúmmíi. Strax var farið að endurvinna vörubílahjólbarða með sólningu. Við sólninguna fellur til gúmmí sem nýtt er til framleiðslu á ýmsum nytjahlutum svo sem öryggishellum og vinnustaðamottum.

Með þessari endurvinnslu er stuðlað að verndun umhverfisins og þróunar á arðbærri framleiðslu úr hráefnum sem að öðrum kosti yrðu ekki notuð svo óhætt er að segja að um sé að ræða íslenska framleiðslu frá A – Ö

Mynsturhönnunin á hitaplattanum er unnin út frá áttblaðarósinni sem mörgum er kunn úr íslensku handverkshefðinni. Gömul en sígild hönnun sem sómir sér hvar sem er.

Stærð: 30 cm x 30 cm

Verslaðu hér

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.