Minningasaga Bjargar Guðrúnar Gísladóttur, Hljóðin í nóttinni , vakti þjóðarathygli þegar hún kom fyrst út árið 2014. Átakanlegar örlagasögur sem mótuðu líf lítillar stúlku og foreldra hennar á sjöunda áratug síðustu aldar. Hörð lífsbarátta í eymd og niðurlægingu í Höfðaborginni í Reykjavík. Og sársaukafullt uppgjör við margt af því ljótasta sem lífið hefur upp á að bjóða.
Í þessari á…
Minningasaga Bjargar Guðrúnar Gísladóttur, Hljóðin í nóttinni , vakti þjóðarathygli þegar hún kom fyrst út árið 2014. Átakanlegar örlagasögur sem mótuðu líf lítillar stúlku og foreldra hennar á sjöunda áratug síðustu aldar. Hörð lífsbarátta í eymd og niðurlægingu í Höfðaborginni í Reykjavík. Og sársaukafullt uppgjör við margt af því ljótasta sem lífið hefur upp á að bjóða.
Í þessari áhrifamiklu bók greindi Björg Guðrún Gísladóttir meðal annars fyrst frá því hvernig hinn virti barnaskólakennari Skeggi Ásbjarnason níddist á börnum sem áttu undir högg að sækja í Laugarnesskóla.
Hljóðin í nóttinni
var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.
Bókin hefur verið uppseld um árabil en er nú endurútgefin í tilefni af þáttum Þorsteins Joð um Skeggja Ásbjarnarson.
„Bókin er gersemi – gat ekki lagt hana frá mér.“ GUÐRÚN ÖGMUNDSDÓTTIR
„Björg Guðrún er afskaplega sterk og hugrökk manneskja að segja okkur þessa áhrifamiklu sögu sem lætur engan ósnortinn.“ ⭐️⭐️⭐️⭐️ INGVELDUR GEIRSDÓTTIR, MORGUNBLAÐINU
„Hún á skilið allt það lof sem hún er að fá.“ EGILL HELGASON, KILJUNNI
og vel skrifuð sjálfsævisaga, full af grimmd og andstyggð sem sagt er frá af heiðarleika og einlægni. Hún er hetjusaga um vítahring angistar og örvæntingar og grýtta leið til sáttar og bata. Um leið er varpað ljósi á skömm í sögu þjóðarinnar sem hefur verið falin alltof lengi.“ STEINUNN INGA ÓTTARSDÓTTIR, KVENNABLAÐINU
„Björg er sönn hetja í hugum okkar allra.“ MIKAEL TORFASON, FRÉTTABLAÐINU
„Ég las bókina í einum rykk og gat ekki hætt þó ég reyndi. Stundum var ég með kökk
í hálsinum en upp úr stendur að Björg er sigurvegari.“
⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️
ANNA KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR, PJATT.IS
„Firnavel skrifuð.“ ÞORGEIR TRYGGVASON, KILJUNNI
„Björg er svo vel skrifandi ... Dáist að henni ... Gríðarlega sterk bók ... snertir mann djúpt.“ KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR, KILJUNNI
„Björg er sönn hetja í hugum okkar allra.“ MIKAEL TORFASON, FRÉTTABLAÐINU
Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.