Vörumynd

Hlutafélagaréttur

Bókin fjallar um öll helstu álitamál hlutafélagaréttarins. Í henni er m.a. fjallað um stofnun, skráningu, hluti, breytingar á hlutafé félags og sjóði þess. Þá er fjallað um stjórnkerfi félaganna, endurskoðun og ársreikninga, samruna, félagsslit og mörg fleiri atriði. Um er að ræða endurskoðaða útgáfu ritsins Hlutafélagaréttur sem kom út árið 2013. Í þessari útgáfu eru gerðar umfangsmiklar breytin…
Bókin fjallar um öll helstu álitamál hlutafélagaréttarins. Í henni er m.a. fjallað um stofnun, skráningu, hluti, breytingar á hlutafé félags og sjóði þess. Þá er fjallað um stjórnkerfi félaganna, endurskoðun og ársreikninga, samruna, félagsslit og mörg fleiri atriði. Um er að ræða endurskoðaða útgáfu ritsins Hlutafélagaréttur sem kom út árið 2013. Í þessari útgáfu eru gerðar umfangsmiklar breytingar frá fyrra riti. Efnistökum bókarinnar er þannig háttað að hlutafélagarétturinn sjálfur, þ.e. kjarni hans, er í fyrirrúmi. þar er átt við stofnun og slit hlutafélags, skráningu, hluti og stjórnareiningar. Önnur skyld atriði á boð við endurskoðun, ársreikninga og lagareglur um fjármálafyrirtæki og skipulega verðbréfamarkaði eru einnig tekin til skoðunar en í styttra máli. Höfundur bókarinnar er Stefán Már Stefánsson sem var árið 1979 skipaður prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Stefán á langan ritferil að baki á sviði lögfræði og hefur samið ýmis grundvallarrit á þeim vettvangi.

Verslaðu hér

  • Bóksala Stúdenta
    Bóksala stúdenta Háskólatorgi 570 0777 Sæmundargötu 4 Háskólatorg, 102 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.