Hreiðurhús eða varpkassi sem hentar fyrir skógarþresti og svartþresti. Þetta fuglahús á að setja upp á skjólgóðum stað annað hvort í tré eða á sumarbústað. Sé húsið sett í tré eru grenitré best en þéttir hávaxnir runnar eða þétt lauftré geta hentað vel fyrir fuglahúsið. Á húsvegg er gott að festa húsið upp þar sem klifurjurtir s.s. bergflétta eða bergsóley vaxa. Húsið á að setja upp 2-3 m hæð fr…
Hreiðurhús eða varpkassi sem hentar fyrir skógarþresti og svartþresti. Þetta fuglahús á að setja upp á skjólgóðum stað annað hvort í tré eða á sumarbústað. Sé húsið sett í tré eru grenitré best en þéttir hávaxnir runnar eða þétt lauftré geta hentað vel fyrir fuglahúsið. Á húsvegg er gott að festa húsið upp þar sem klifurjurtir s.s. bergflétta eða bergsóley vaxa. Húsið á að setja upp 2-3 m hæð frá jörð. Verpi þrestir í húsið skal fjarlægja hreiðrið strax eftir að ungarnir hafa yfirgefið hreiðrið vegna þess að þrestir kjósa að gera sér nýtt hreiður en nota aldrei sama hreiðrið tvisvar. Þrestir geta orpið 2-3 sinnum á sumri. Fuglahús á ekki að setja upp þar sem mikið er um ketti. Fuglahús Fuglaverndar eru smíðuð á Litla Hrauni.