Vörumynd

Hreysti Trölla Lyftingastandur

Hreysti
Lyftingastandurinn í Trölla línunni okkar er nettur og sniðugur standur sem þolir gríðarlega notkun. Standurinn er hannaður til þess að vera mjög stöðugur án þess að taka mikið gólfpláss. Hvort sem að þú notar standinn sem hryggstykkið í heimaaðstöðunni eða sem færanlega einingu í æfingastöðinni þá mun hann ekki valda vonbrigðum. Sterkbyggður Trölla standurinn er virkilega sterkbyggður en stálpró…
Lyftingastandurinn í Trölla línunni okkar er nettur og sniðugur standur sem þolir gríðarlega notkun. Standurinn er hannaður til þess að vera mjög stöðugur án þess að taka mikið gólfpláss. Hvort sem að þú notar standinn sem hryggstykkið í heimaaðstöðunni eða sem færanlega einingu í æfingastöðinni þá mun hann ekki valda vonbrigðum. Sterkbyggður Trölla standurinn er virkilega sterkbyggður en stálprófílarnir eru 50x80mm og stálið sjálft er 3mm þykkt, allar suður eru framkvæmdar af vélmennum sem að tryggja gæði og öryggi. Standurinn hefur 122cm djúpann og 123cm breiðan grunn sem tryggir að hann sé stöðugur þó að þú hlaðir vel á hann. Á grunninum eru fjögur göt sem hægt er að nota til þess að festa standinn við gólfið ef þú vilt að hann sé eins stöðugur og hægt er að hafa hann. Nákvæmar hæðarstillingar Götin fyrir stangarhaldarana eru laser skorin svo að bæði götin sjálf og hæð þeirra er alltaf rétt. Bilið milli gata er um 5cm nema í þeirri hæð sem er notuð í bekkpressu en götin þar eru með 2,5cm millibili svo að þú finnir rétta stillingu fyrir þig. Stangarhaldarar sem eru verndaðir með UHMW plasti fylgja með (UHMW plastið tryggir að fínskorning á lyftingastönginni skemmist ekki). Fjöldi aukahluta í boði Þessi lyftingastandur er hluti af Trölla línunni okkar og því passa aukahlutirnir sem merktir eru tröllalínunni á standinn. Helstu mál o.fl. Hæð: 185cm Breidd: 123cm Dýpt: 122cm Stál prófílar: 50x80mm Þykkt stáls: 3mm Þyngd: 54kg Hámarksþyngd: 450kg

Verslaðu hér

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.