Vörumynd

Í skugga trjánna

Í skugga trjánna er skáldævisaga í anda Skeggs Raspútíns sem kom fyrst út árið 2016 og hlaut frábærar viðtökur bæði lesenda og gagnrýnenda. Guðrún Eva Mínervudóttir tekst hér á við veruleikann af einlægni og áræðni, svo úr verður áhrifamikil saga – full af húmor, hlýju og skáldlegri visku.

„Sagt er að í enskum farsa séu allir í örvæntingu að reyna að losna úr pínlegum aðstæðum en í spænskum …

Í skugga trjánna er skáldævisaga í anda Skeggs Raspútíns sem kom fyrst út árið 2016 og hlaut frábærar viðtökur bæði lesenda og gagnrýnenda. Guðrún Eva Mínervudóttir tekst hér á við veruleikann af einlægni og áræðni, svo úr verður áhrifamikil saga – full af húmor, hlýju og skáldlegri visku.

„Sagt er að í enskum farsa séu allir í örvæntingu að reyna að losna úr pínlegum aðstæðum en í spænskum farsa séu allir á barmi taugaáfalls en hafi lúmskt gaman af því. Og nú þegar líf mitt var enn einu sinni orðið að brandara lá beinast við að spyrja hvort farsinn væri enskur eða spænskur. Uppákomurnar voru kannski kómískar og persónur stundum öfgakenndar, en það var ekkert lúmskt gaman hérna. Þegar einum pínlegum aðstæðum sleppti tóku við enn pínlegri aðstæður. Út í hið óendanlega kannski?“

Enn einu sinni sannar Guðrún Eva sig sem einn besti stílisti Íslands og hér hleypir hún lesandanum að kviku . Í bókinni eru tregafullar en líka grátbroslegar lýsingar á aðstæðum, fólki og flækjum lífsins sem getur ekki látið neinn ósnortinn . Ein magnaðasta bók síðari ára. “ Menningarvefur Rúv

„Örugglega ein af bestu bókum ársins.“ Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljunni

„Gífurlega elegant ... eistök næmni og skáldgáfa ... Frábært verk.“ Ingibjörg Iða Auðunardóttir, Kiljunni

„Þetta er svo vel skrifað .“ Egill Helgason, Kiljunni

„Áræðin og töfrum þrungin ...einlæg saga sem snertir við lesandanum og dregur ekkert undan í ljúfsárum lýsingum á veruleikanum eins og hann er – og eins og hann getur verið.“ ★★★★1/2 Snædís Björnsdóttir, Morgunblaðinu

„Guðrún Eva er einn okkar allra besti rithöfundur og þetta óvænta, nýstárlega, óvænta, sorglega og yndislega mennska uppgjör er grípandi og áhugavert.“ Steingerður Steinarsdóttir, Lifðu núna

Verslaðu hér

  • Bjartur og Veröld
    Bjartur og Veröld ehf - bókaforlag 414 1450 Vesturvör 30b, 200 Kópavogi

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.