Vörumynd

Koppaþjálfunarpakki

Cocobutts

Að byrja koppaþjálfun er stórt skref í lífi barnsins – og þjálfunarnærbuxur eru lykilatriði til að gera þetta ferli auðveldara og árangursríkara. Með koppaþjálfunarpakkanum getur þú valið 3 þjálfunarnærbuxur að eigin vali úr fjölbreyttu úrvali hágæða vara sem passa bæði þarfir barnsins og fjölskyldunnar. Cocobutts blautpoki með tvöföldu hólfi fylgir öllum koppaþjálfunarpökkum.

Af hv…

Að byrja koppaþjálfun er stórt skref í lífi barnsins – og þjálfunarnærbuxur eru lykilatriði til að gera þetta ferli auðveldara og árangursríkara. Með koppaþjálfunarpakkanum getur þú valið 3 þjálfunarnærbuxur að eigin vali úr fjölbreyttu úrvali hágæða vara sem passa bæði þarfir barnsins og fjölskyldunnar. Cocobutts blautpoki með tvöföldu hólfi fylgir öllum koppaþjálfunarpökkum.

Af hverju þjálfunarnærbuxur?

Þjálfunarnærbuxur hjálpa börnum að tengja vætu við líkamlegar þarfir sínar og auka sjálfstæði með því að gera þeim kleift að toga nærbuxurnar auðveldlega upp og niður. Þær veita á sama tíma smá vörn gegn slysum, svo fötin haldist þurr, án þess að trufla ferlið.

Veldu úr eftirfarandi valkostum:

Alva Baby One size – Fallegar nærbuxur með bambus innra lagi og vatnsheldu PUL ytra lagi. Þær henta börnum frá 10–16 kg og eru tilvaldar fyrir fyrstu skrefin í koppaþjálfun.

Alva baby 2T og 3T - Fallegar nærbuxur með bómull sem innra og ytra lag og PUL sem milli lag. Þessar eru fullkomnar fyrir þá sem vilja sjá þegar slys hafa orðið því þær blotna meðfram lærum barnsins án þess að allt annað rennblotni.

Bare and Boho – Lífrænar bómullarnærbuxur með smellum fyrir auðveldari notkun. Henta vel fyrir börn á bilinu 15–20 kg.

Little Lamb – Rakadrægar nærbuxur úr hampi og bómull, með fjölbreyttum stærðum allt upp í 28 kg. Fullkomnar fyrir löngu bíltúra eða lúra þegar þú vilt tryggja að fötin haldist þurr.

Pakkinn inniheldur einnig:

1x Miðlungs Cocobutts blautpoki með tveimur hólfum – Fullkominn fyrir koppaþjálfunina, með tveimur aðskildum hólfum til að geyma bæði hrein og skítug föt. Fullkomið fyrir leikskólann eða í ferðalögin! Pokinn nýtist einnig áfram sem t.d. sundpoki eða bara undir hvað sem er sem þú myndir annars nota plastpoka fyrir.

Af hverju að velja fjölnota lausn í stað einnota í koppaþjálfun?

Eykur skynvitund barnsins og flýtir fyrir árangri í koppaþjálfun.

Umhverfisvæn lausn sem minnkar sóun.

Hagkvæmari kostur sem sparar þér peninga til lengri tíma.

Veldu fjölnota – fyrir barnið þitt, budduna og jörðina!

Verslaðu hér

  • Cocobutts Taubleyjur
    Cocobutts Taubleyjur 790 3636 Nökkvavogi 4, 104 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.