Krafla eru handgerðir gull ökklaskór með afar þægilegum hælum og smá upphækkunum undir sólum. Sniðið er lágt ökklasnið með lægri brúnum að framan og hentar það mjög vel bæði breiðum ökklum og grönnum, sniðið fer nær öllum vel.
Hönnunin er innblásin af íslenskum gígum og dregur nafn sitt frá hinni fögru Surtsey og Hverfjalli í Mývatnssveit. Gyllti liturinn er ljós, fínlegur og fágaður, ekki m…
Krafla eru handgerðir gull ökklaskór með afar þægilegum hælum og smá upphækkunum undir sólum. Sniðið er lágt ökklasnið með lægri brúnum að framan og hentar það mjög vel bæði breiðum ökklum og grönnum, sniðið fer nær öllum vel.
Hönnunin er innblásin af íslenskum gígum og dregur nafn sitt frá hinni fögru Surtsey og Hverfjalli í Mývatnssveit. Gyllti liturinn er ljós, fínlegur og fágaður, ekki mjög gulur. Við notuðum hamrað/sprengt leður í tá og hæla, en filmað leður í hliðarnar sem minnir á áferðina á kraumandi leirnum í Námaskarði við Kröflu i Mývatnssveit. Einstakt handbragð og fallegur saumaskapur ásamt vönduðum brydduðum leðurbrúnum. Götin í miðjunum brjóta upp formin og getur verið mjög fallegt að fara í litaða sokka, net, blúndur eða glimmer undir og setja þannig þinn brag á útlitið hverju sinni og para skóna við hvaða klæðnað sem er.
Við erum búin að smíða skóna í örfáum eintökum. Ef stærðin þín er ekki til er velkomið að hafa samband og panta eða fara á biðlista.
Skórnir eru afar þægilegir, smíðaðir með okkar bestu mótum og með mjúkum innleggjum. Hælahæðin er 6,5 cm - en raunhæð hælana jafngildir um 4,5-5 cm þar sem 1,5 cm upphækkun að framan kemur til móts við hæðina ásamt innleggjum.
English: Krafla, Our new unique gold ankleshoes are inspired by the Icelandic volcanic island Surtsey and Hverfjall near Lake Mývatn.
Comfortable, unique and elegant gold. Limited edition.
Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.