Vörumynd

Landice L7 Rehab Hlaupabretti

Landice
Landice L7 Rehab hlaupabrettið er afar vandað hlaupabretti sem er sérhannað fyrir endurhæfingu en að því sögðu þá virkar það að sjálfsögðu einnig vel í almennar æfingar. Landice hlaupabretti eru framleidd í Bandaríkjunum og hönnuð með velferð notenda og mikla endingu í huga. Landice hefur verið að framleiða þrektæki síðan 1967 og hefur sérhæft sig í framleiðslu á hágæða professional þrektækjum fy…
Landice L7 Rehab hlaupabrettið er afar vandað hlaupabretti sem er sérhannað fyrir endurhæfingu en að því sögðu þá virkar það að sjálfsögðu einnig vel í almennar æfingar. Landice hlaupabretti eru framleidd í Bandaríkjunum og hönnuð með velferð notenda og mikla endingu í huga. Landice hefur verið að framleiða þrektæki síðan 1967 og hefur sérhæft sig í framleiðslu á hágæða professional þrektækjum fyrir bæði endurhæfingargeiran og almenna líkamsræktargeiran. Brautin hefur eiginleika sem ekki eru algengir eins og t.d. álramma (ryðfrítt efni), 1 tommu þykka plötu sem hægt er að snúa við, þykk kefli, löng endurhæfingar handföng og 4 hestafla mótor sem er einnig framleiddur í Bandaríkjunum. Fjöðrunarkerfið í brautinni kalla Landice "VFX Shock Absorption System" en það var hannað út frá heilbrigðisrannsóknum með það að markmiði að auka þægindi, auka mýkt og endingu ásamt því að minnka líkur á meiðslum. VFX fjöðrunarkerfið gerir brettið 5 sinnum mýkra en að ganga á grasi. 4 hestafla mótorinn er nógu kröftugur til þess að þola allt að 180kg notanda og byrjunarhraða upp á 0,1 mílu á klukkustund eða 0,16km/h. Rafdrifinn hallamótor skilar allt að 450kg krafti en hann er hægt að stilla upp í allt að 15% halla. LCD mælaborðið er einfalt í notkun og hefur upp á 5 innbyggð æfingakerfi að bjóða ásamt 5 kerfum sem hægt er að setja upp eftir eigin höfði. L7 brettið er hannað fyrir allt að 5 klukkustunda notkun á dag - ef að þú ert að leita að bretti sem þolir meiri notkun þá væri það L8 sem er öflugasta brettið í Landice línunni. L8 brettið er fáanlegt sem sérpöntun. Landice bjóða upp á ýmsa aukahluti sem hægt er að bæta við gegn gjaldi: Belti sem að gengur einnig afturábak Start/stop takka sem er festur í brettið með snúru svo að þjálfari geti staðið við hlið brettisins og sett það af stað eða stoppað auðveldlega Orthopedic fjöðrunarkerfi sem er 7x mýkra en að hlaupa á grasi Sjónvarpsskjá sem festist fyrir ofan mælaborðið Spjaldtölvufestingu á mælaborðið VESA-D sjónvarpsfestingu fyrir allt að 19" sjónvarpsskjá 100 Micro-Amp hospital isolation leakage kit Helstu mál o.fl. Hámarksþyngd notanda: 180kg Þyngd tækis: 135kg Mál (LxBxH): 193cm x 89cm x 153cm Hlaupasvæði: 147x51cm Kefli: 6,35cm (6,3kg) Hæð upp á brettið: 14cm Hraði: 0,16km/h til 19,3km/h Halli: 0-15% Mótor: 4 hestafla Continuous Duty Motor Plata: 2,54cm, hægt að snúa við Mælaborð: Endurhæfingarmælaborð Landice, LCD Ábyrgð: 5 ár á lykilpörtum, 3 ár á mælaborði, 2 ár á "wear items" (t.d. takkar og belti)

Verslaðu hér

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.