Vörumynd

Lenovo Flex 5 2in1 AI fartölva, 14" OLED FHD+ X Plus 42-100 AI 16/512GB W11ARM, Storm Grey

Lenovo
Ný kynslóð fartölva með hröðum AI NPU, sjálfstæðum AI gervigreindar örgjörva sem skilar allt að 45 billjón AI aðgerðum á sekúndu sem er mikilvæg viðbót í dag þar sem hjálparforrit, orðaskilningur, myndvinnsla, tónlistarvinnsla, forrit, leikir og önnur vinnsla reiðir sig sífellt meira á AI en útreikningar með AI NPU í tölvunni þinni skila meiri hraða og öryggi en tölvur sem reiða sig á internet …
Ný kynslóð fartölva með hröðum AI NPU, sjálfstæðum AI gervigreindar örgjörva sem skilar allt að 45 billjón AI aðgerðum á sekúndu sem er mikilvæg viðbót í dag þar sem hjálparforrit, orðaskilningur, myndvinnsla, tónlistarvinnsla, forrit, leikir og önnur vinnsla reiðir sig sífellt meira á AI en útreikningar með AI NPU í tölvunni þinni skila meiri hraða og öryggi en tölvur sem reiða sig á internet fyrir sambærilega vinnslu.

Nýja Flex 5 2-in-1 AI Copilot+PC fartölvan er fislétt úr Anodized sandblásnu áli og mjög traust með MIL 810H vottaða fallvörn. Hún er með einstökan 14" OLED snertiskjá sem hægt er að snúa 360° en skjárinn er með 100% DCI-P3 litadýrð og TÜV Low Blue Light tækni. Hún er einnig með baklýstu lyklaborði, fingrafaraskanna, Dolby Audio hljóðkerfi og allt að 21.5 klst. Rafhlöðuendingu, þá er hægt að bæta við Lenovo Digital 2 penna sem fæst einnig í Tölvutek :)

Þú getur auðveldlega virkjað gervigreindarbætta Windows Copilot+ aðstoðarmanninn með Copilot hnapp á lyklaborðinu. Vefsímtöl eru einnig afgreidd vel þökk sé FHD vefmyndavélinni og dual hljóðnemum.
  • Snapdragon X Plus 42-100 AI 8-kjarna 3,4GHz örgjörvi
  • Qualcomm Hexagon AI NPU gervigreindar örgjörvi með allt að 45 TOPS
  • 16GB LPDDR5x 8448MHz Dual Channel vinnsluminni
  • 512GB NVMe PCIe Gen4 hraðvirkur M.2 SSD geymsludiskur
  • 14" FHD+ OLED 1920x1200p 16:10 OGM gler fjölsnertiskjár
    • TÜV Low Blue Light tækni, 400nits og 100% DCI-P3 litaskala
  • FHD 1080p fixed focus vefmyndavél með Privacy Shutter
  • 2.0 Dolby Audio Smart Amplifier 4W RMS hljóðkerfi & 2x hljóðnemar
  • 2x USB-C (PD3.0 & DP1.4) dokkutengi og HDMI 2.1 skjátengi
  • 2x USB, microSD kortalesari og 3.5mm combo jack tengi o.fl.
  • WiFi 7 BE 2x2 Dual-Band þráðlaust net og Bluetooth 5.4
  • 21.5klst rafhlaða með 65W USB-C Rapid Charge Boost, gefur 2klst á 15mín.
  • Sandblásið Anodized ál, fislétt aðeins 1,49kg og örþunn 17,5mm.
  • Höggvarin með MIL-STD-810H military staðal
  • Windows 11 Home ARM Copilot+PC
Flex 5 Snapdragon X Plus AI fartölvan er fullkomin Copilot+PC fartölva með Copilot hnapp en einnig allar AI Copilot+PC nýjungarnar eins og:
  • Recall (væntanlegt) sem geymir alla þína sögu, þitt eigið ljósmyndaminni, svo þú getur fundið hvað sem er hvenær sem er án þess að fara í skýið þar sem allt er geymt á tölvunni fyrir fullkomið öryggi.
  • Cocreator, þar sem þú getur teiknað Óla Prik en fengið út fullkomna þrívíddar mynd og svo mikklu meira!
  • Live Captions með Real-time subtitles svo þú getur fengið lifandi skjátexta meira segja á íslensku eða yfir 40 önnur tungumál, til og frá einu tungumáli yfir á annað hefur aldrei verið auðveldara.
  • Windows Studio Effects , Creative filters í lifandi video spjalli á Teams eða álíka, geta tekið burtu bakgrunn, sýnt augu þín eins og þau séu að horfa á myndavélina, gert raddir mjög skýrar og jafnvel breytt þér í teiknimyndarpersónu meðan þú ert að spjalla ;)

Verslaðu hér

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.