Lian-Li O11 Dynamic EVO XL er turnkassi í allra hæsta klasa. Stærsta útgáfan í hinni gífurlega vinsælu O11 línu Lian-Li. Með gluggahlið bæði á hliðinni og að framan sem gefur honum einstakt útlit og mikla möguleika þegar kemur að uppstillingu. Þessi einstaka hönnun með viftu inntakið á hliðinni býður einnig uppá ótrúlega möguleika í kælingu, bæði loft- og vatnskælingum.
O11 Dynamic EVO XL er hannaður í tveimur hólfum og er því aflgjafinn og HDD diskar geymdir á bak við móðurborðsramman. Býður þannig bæði uppá meira pláss fyrir kaplaskipulag og betra loftflæði þar sem aflgjafinn er í sínu eigin hólfi.
Hægt er að víxla strúktur turnsins í nokkrum skrefum svo glerhlið má vera annaðhvort til hægri eða vinstri hlið. Einnig er hægt að breyta bakhliðinni til að hafa móðurborðið í þeirri hæð sem hentar þinni samsetningu.
-
Stórglæsilegur ATX turnkassi úr áli og SECC stáli
-
Sér hólf fyrir aflgjafa og HDD diska
-
Sérstök lok til að auðvelda kaplaskipulag
-
Pláss fyrir allt að 11x viftur
-
Pláss fyrir 360mm radiator í toppi, botni og að framan
-
Pláss fyrir 7x 2.5'' diska eða 4x 3,5'' + 2x 2,5''
-
Hot-Swap inbyggt í 3,5'' diskahólfin
-
Tekur allt að 167mm háa örgjörvakælingu
-
Tekur allt að 460mm langt skjákort
-
Pláss fyrir 2x aflgjafa
-
1x, USB-C, 4x USB 3.0 og Audio Jack á front panel
-
Ryksía í toppi, botni og á hliðinni