Lithium Safe vörur eru ekki til á lager. Vinsamlegast hafið samband í síma 511 1116 eða sendið tölvpóst á hledslan@hledslan.is til að panta.
Lýsing
LithiumSafe™ Battery Bag HP er eldtefjandi öryggispoki ætlaður fyrir farsíma, fartölvur, spjaldtölvur og annað sem knúið er lithium rafhlöðu. Þegar skammhlaup verður í lithium rafhlöðu getur hún ofhitnað, brunnið eða jafnvel sprungið. H…
Lithium Safe vörur eru ekki til á lager. Vinsamlegast hafið samband í síma 511 1116 eða sendið tölvpóst á hledslan@hledslan.is til að panta.
Lýsing
LithiumSafe™ Battery Bag HP er eldtefjandi öryggispoki ætlaður fyrir farsíma, fartölvur, spjaldtölvur og annað sem knúið er lithium rafhlöðu. Þegar skammhlaup verður í lithium rafhlöðu getur hún ofhitnað, brunnið eða jafnvel sprungið. Hin einstaka hönnum pokanna samanstendur af hitaþolnu einangrunalagi og sterkum eldtefjandi efnum sem veita góða vörn þegar illa fer.
Notkun
Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að rafhlaða komist í hættulegt ástand, svo sem utanaðkomandi hiti, of mikil eða lítil hleðsla, hröð afhleðsla, hleðsla á of háum straumi, skemmd í burðarvirki, hnask eða skammhlaup, svo eitthvað sé nefnt. Til að byrja með hitnar rafhlaðam, þar næst byrjar hún að gefa frá sér reyk. Um leið og grunur vaknar um að ekki sé allt með felldu skal setja á sig þar til gerða öryggishanska, og án tafar setja tækið, ásamt rafhlöðunni í rafhlöðupokann og loka.
Pokarnir hafa verið prófaðir af óháðum rannsóknarstofum og eru meðal annars vottaðir til notkunar í flugvélum af Evrópsku Flugöryggisstofnuninni (EASA CS 25.853). Skýrteini þess efnis fylgja pokum, sé þess óskað .
Stærðir
Hannað til að flestar gerðir fartölva passi auðveldlega í pokann: 47 x 44 cm Venjuleg fartölva er: 30 x 25 cm
*Hægt er að láta framleiða poka í öðrum stærðum í samráði við framleiðanda.
Litur
Pokarnir eru gráir að lit, nema um annað sé beðið
Lokun
2 "hook-and-loop-tape fasteners; 500 mm breiðir, saumaðir í gegnum öll lög pokans til að styrkja hann. Garn er háhitaþolið með stálkjarna (AISI 316 L) og utanum hann er vafið Kevlarþræði. Stálið er stöðugt allt að 1100 °C án átaks en 650°C sé átak til staðar.
Nánar
Innra lag:
Fillling:
Ytra Byrði:
Fyrirvari
Uppgefin gildi sýna algengar niðurstöður. Þau eru fengin í samræmi við viðurkenndar prófunaraðferðir og aðstæður. Eðlilegt getur verið að þau reynist breytileg milli framleiðslulota. Að gefa upp þessi gildi er hluti af tæknilegri þjónustu og geta þau breyst án fyrirvara. Ekki skal reiða sig á þessi gildi. Íslenskur texti er þýddur. Ekki er tekin ábyrgð á villum í þýðingu.
Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.