Vörumynd

LUBBI FINNUR MÁLBEIN. ÍSLENSKU MÁLHLJÓÐI

Íslensku málhljóðin í brennidepli. Bókin um Lubba er hugsuð til málörvunar og hljóðanáms fyrir börn á aldrinum tveggja til sjö ára. Höfundar bókarinnar, Þóra Másdóttir og Eyrún Ísfold Gísladóttir, eru talmeinafræðingar og hafa áralanga reynslu af talþjálfun barna. Í bókinni nýtist sérfræðiþekking þeirra bæði börnum sem glíma við erfiðleika í máltöku og hinum sem læra málið án vandkvæða. Efnið stu…
Íslensku málhljóðin í brennidepli. Bókin um Lubba er hugsuð til málörvunar og hljóðanáms fyrir börn á aldrinum tveggja til sjö ára. Höfundar bókarinnar, Þóra Másdóttir og Eyrún Ísfold Gísladóttir, eru talmeinafræðingar og hafa áralanga reynslu af talþjálfun barna. Í bókinni nýtist sérfræðiþekking þeirra bæði börnum sem glíma við erfiðleika í máltöku og hinum sem læra málið án vandkvæða. Efnið stuðlar einnig að auðugri orðaforða og ýtir undir skýrari framburð.Í bókinni er sérhvert málhljóð kynnt með stuttri sögu, skemmtilegri vísu eftir Þórarin Eldjárn og glæsilegum myndum eftir Freydísi Kristjánsdóttur.Á diski sem fylgir prentuðu bókinni syngja börn úr Skólakór Kársness allar vísurnar við alþekkt lög. Í hljóðbókinni fyrir appið sem er til sölu hér á vefnum er texti bókarinnar lesin og lögin af disknum spiluð með.

Verslaðu hér

  • Bóksala Stúdenta
    Bóksala stúdenta Háskólatorgi 570 0777 Sæmundargötu 4 Háskólatorg, 102 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.