Prótín fyrir kröfuharða
-
Immuno Whey™ –
Mysuprótín er óunnið og kaldpressað úr mjólk kúa sem hafa nærst á grasi og fá ekki sýklalyf eða hormóna. Áhrifaríkt til að styðja við og auka árangur og uppbyggingu vöðva
-
Lífræn Sæt Mysa –
óunnin náttúruleg mysa. Bætir líkamanum upp söltum og snefilefnum sem tapast við líkamlegt erfiði
-
Náttúruleg sætuefni –
bæði upptökuþolið (digestive resistant) maltódextrín og Luo Han er notað til að auka og bæta bragð
-
Omega3 EFA (N-3)
​​
–
Alpha linolenic acid (ALA) úr plönturíkinu er góð viðbót við hvaða uppsprettu omega-3 úr dýraríkinu eins og ljósátu (Krill olíu) sem þú gætir verið að taka. Þessi ómissandi fitusýra gegnir mikilvægu hlutverki í uppbyggingu vöðva
-
Chíafræ –
eru af sérfræðingum talin vera ofurfæði (Superfood), Chíafræin hafa hátt hlutfall prótíns, trefja og fitusýra. Vegna þess hve hátthlutfall trefja er í chíafræjum þá styðja þau við stjórnun þyngdar, blóðsykurs og meltingu
-
Kókos MCT (Medium chain triglycerides) –
fitusýrur sem sýnt hefur verið fram á að séu frábær orkugjafi fyrir vöðvana. MCT eykur vöðvaorku án þess að hækka insúlín, styður þyngdarstjórnun og stuðlar að betri vöðvamassa.
-
Sólblómafræja Lesitín –
Ólíkt sojalesitíni sem er yfirleitt unnið úr erfðabreyttu (GMO) soja er sólblóma lesitín 100% eiturefnalaust og óerfðabreytt. Inniheldur fosfólípíð og næringarefni sem styðja við vöðvastyrk og auka streituþol
-
Meltingargerlar –
15 milljarðar CFU í skammtinum af vinveittum meltingargerlum sem hjálpa við að halda þörmunum heilbrigðum og hjálpa við að mynda amínósýruna leucine sem styður við vöðvauppbyggingu
Mysuprótein er prótein í hæsta gæðaflokki, fæða í fullkomnu jafnvægi sem inniheldur allar amínósýrurnar, beta glúkans og ónæmisglóbúlín (heiti próteina sem hafa það sameiginlegt að vera virk mótefni) sem líkaminn þarfnast til orkumyndunar, fyrir ónæmiskerfið, fyrir viðhald vöðva og fyrir meltingu og efnaskipti.
-
Ein besta fæða til að mynda glútaþíon (glutathione). Glútaþíon er eitt mikilvægasta andoxunarefni líkamans sem býr í haginn fyrir hinar þrjár lykil amínó sýrur sem eru sýstín (cystine), glýsín (glycine) og glútamín (glutamine).
-
Ein ríkasta uppspretta amínó sýrunnar leucine sem er kröftug amínó sýra sem ásamt fleirum myndar kvísl-keðjuna BCAAs sem kveikir á ferlinu fyrir og hjálpar til við vöðvauppbygginu líkamans.
-
Í próteininu er ríkulega af hinni hollu fitusýru CLA (Conjugated Linoleic Acid) sem stuðlar að niðurbroti fitu og er talin draga úr fitumyndun (er ekki nægjanlega rannsakað).