Vörumynd

Mexikóskt "street food" á tveimur tímum

Hér er á ferðinni stutt námskeið sem ætti að höfða til allra aldurshópa. Við einbeitum okkur að tortillu-kökum og lærum að gera þær frá grunni úr maísmjöli. Úr þeim gerum við „taco´s“ með fjórum mismunandi fyllingum: fisk, hægeldaðri grísasíðu, kjúkling og grænmetisfyllingu. Þið lærið líka að gera gómsætt lárperumauk, salsa verde (græna sósu) og tómatsalsa. Límónan er ekki langt undan til að koma…
Hér er á ferðinni stutt námskeið sem ætti að höfða til allra aldurshópa. Við einbeitum okkur að tortillu-kökum og lærum að gera þær frá grunni úr maísmjöli. Úr þeim gerum við „taco´s“ með fjórum mismunandi fyllingum: fisk, hægeldaðri grísasíðu, kjúkling og grænmetisfyllingu. Þið lærið líka að gera gómsætt lárperumauk, salsa verde (græna sósu) og tómatsalsa. Límónan er ekki langt undan til að koma öllum í sanna Mexíkóska stemmingu. Eftir að búið er að útbúa „taco´s“ er smakkað á öllum tegundum sem eru búnar til.Á námskeiðinu er kennt að gera:Tortillakökur frá grunni4 mismunandi fyllingar í taco´sEdiksleginn rauðlaukLárperumaukSalsa verdePico de gallo (tómatsalsa)Chipotle-límónusósu

Verslaðu hér

  • Salt eldhús
    Salt eldhús 551 0171 Þórunnartúni 2, 105 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.