Það getur verið erfitt og einmanalegt að vera sonur Hákarlsins, eins umdeildasta manns landsins. Sammi er kominn í stutt vetrarfrí til Íslands og fer ásamt vinum sínum Ingó og Korra í Örenda, afskekktan glæsibústað fjölskyldunnar. Eyrún, systir Korra, kemur með og svo slæst Sigrún í hópinn – stelpan sem Sammi hefur ekki getað losnað við úr huga sér síðan hann flúði af landi brott. Þegar eitt þeir…
Það getur verið erfitt og einmanalegt að vera sonur Hákarlsins, eins umdeildasta manns landsins. Sammi er kominn í stutt vetrarfrí til Íslands og fer ásamt vinum sínum Ingó og Korra í Örenda, afskekktan glæsibústað fjölskyldunnar. Eyrún, systir Korra, kemur með og svo slæst Sigrún í hópinn – stelpan sem Sammi hefur ekki getað losnað við úr huga sér síðan hann flúði af landi brott. Þegar eitt þeirra hverfur sporlaust út í vetrarmyrkrið og undarleg atvik skjóta hinum skelk í bringu rennur það smám saman upp fyrir Samma að flóttinn hefur ekki bjargað honum frá vandamálum fortíðarinnar ...Nýjasta bók Ragnheiðar Eyjólfsdóttur, mister einSam, er hörkuspennandi ungmennasaga sem kemur sífellt á óvart. Ragnheiður hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir bækur sínar á undanförnum árum. Rotturnar, sem kom út 2018, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.