Litlu álfarnir og flóðið mikla – Halastjarnan – Pípuhattur galdrakarlsins
Allir þekkja múmínálfana, þessar stórskemmtilegu ævintýraverur sem hafa glatt ótal börn og fullorðna áratugum saman – í sjónvarpsþáttum, teiknimyndasögum, bíómyndum og ekki síst bókum.
Hér birtast tvær af sögunum ástsælu, Halastjarnan og Pípuhattur galdrakarlsins , en jafnframt allra fyrsta sagan …
Litlu álfarnir og flóðið mikla – Halastjarnan – Pípuhattur galdrakarlsins
Allir þekkja múmínálfana, þessar stórskemmtilegu ævintýraverur sem hafa glatt ótal börn og fullorðna áratugum saman – í sjónvarpsþáttum, teiknimyndasögum, bíómyndum og ekki síst bókum.
Hér birtast tvær af sögunum ástsælu, Halastjarnan og Pípuhattur galdrakarlsins , en jafnframt allra fyrsta sagan af múmínálfunum, Litlu álfarnir og flóðið mikla , sem aldrei fyrr hefur komið út á íslensku. Þar segir frá leit múmínsnáðans og mömmu hans að múmínpabba eftir að allt fer á flot. Þau eignast nýja vini og lenda í ótrúlegum ævintýrum sem halda svo áfram í hinum sögunum: Halastjarna stefnir á Múmíndal, múmínsnáðinn og félagar fara í leiðangur upp í Einmanafjöll og eignast fleiri vini – og pípuhattur galdrakarlsins finnst og stefnir öllu í voða.
Tove Jansson skrifaði sögurnar um múmínálfana og teiknaði myndirnar. Fyrsta sagan kom út 1945 en Múmíndalurinn varð fullmótað sögusvið í Halastjörnunni . Bækurnar hafa notið gífurlegra vinsælda og verið þýddar á yfir 40 tungumál.
Steinunn Briem þýddi Halastjörnuna og Pípuhatt galdrakarlsins . Þórdís Gísladóttir þýddi Litlu álfana og flóðið mikla .
Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.