Vörumynd

My Run hlaupabretti

technogym.is

Technogym MyRun er fjölhæft og öflugt hlaupabretti með breiðan hlaupaflöt og góða dempun sem fer vel með líkamann. Ásýndin er fáguð, en á bak við látlaust yfirborðið leynist heill heimur af sérsniðnum æfingum með fyrsta flokks þjálfurum frá Technogym sem nálgast má í gegnum fyrirhafnarlitla tengingu við snjallsíma eða spjaldtölvu.

My Run er hlaupabretti framtíðarinnar og veitir öllum fj…

Technogym MyRun er fjölhæft og öflugt hlaupabretti með breiðan hlaupaflöt og góða dempun sem fer vel með líkamann. Ásýndin er fáguð, en á bak við látlaust yfirborðið leynist heill heimur af sérsniðnum æfingum með fyrsta flokks þjálfurum frá Technogym sem nálgast má í gegnum fyrirhafnarlitla tengingu við snjallsíma eða spjaldtölvu.

My Run er hlaupabretti framtíðarinnar og veitir öllum fjölskyldumeðlimum frá 13 - 85 ára áskoranir við hæfi og mikla hvatningu til framfara.

Hönnun og afl

- Falleg, mínímalískt og fáguð Ítölsk hönnun
- Breiður og góður hlaupaflötur (143 x 50cm)
- Fyrirtaks dempun í göngu og hægara skokki
- Stuðningur og fjaðurmögnun þegar hlaupið er á meiri hraða
- Öflugur mótor sem a fkastar 2,5 hestöflun að jafnaði, en allt að 6,5 hestöflum
- 20 km/klst hámarkshraði og 12% hámarkshalli
- Sterkbyggð grind sem þolir allt að 140 kg þunga
- Orksuparandi svefnstilling, kveikir sjálfkrafa á sér og er strax tilbúið til notkunar

Stafræn tenging

- Technogym appið (Apple og Android) býður aðgang að miklum fjölda hlaupa-, styrktar- og teygjuæfinga sem sniðin að þinni getu.
- Tengdu símann eða spjaldtölvuna við My Run, veldu æfingu sem hentar og láttu snjalltækið um að stýra halla og hraða hlaupabrettisins á meðan þú einbeitir þér að æfingunni!

Ertu með hlaupamarkmið?

- Technogym appið veitir aðgang að margs konar sérsniðnum æfingaáætlunum fyrir hin ýmsu hlaupamarkmið
- Brettið eykur skilvirkni með endurgjöf á lengd og tíðni skrefa
- Technogym Appið hjálpar þér að halda utan um gögn með tengingu við Strava, Garmin og fjölda annarra heilsuforrita
- Ertu Zwiftari? My Run býður upp á auðvelda tengingu við Zwift og sambærileg forrit.

Sérstaða Technogym

  • Leiðandi fyrirtæki á heimsvísu, allt frá stofnun árið 1984.
  • Stöðug innleiðing snjallra tækninýjunga.
  • Stílhrein ítölsk hönnun, framleidd úr úrvals hráefni.
  • Áreiðanleiki, ending og afburða gæði.
  • Áhersla á sjálfbærni, orkusparnað og samfélagslega ábyrgð.
  • Metnaður til að veita þér heildræna þjónustu, ekki aðeins með framúrskarandi tækjum, heldur einnig með aðgengi að fyrsta flokks æfingum, æfingaáætlunum og hvatningu til að halda þig við efnið til langs tíma.
  • Hreyfing bætir heiminn.

Ekki hika við að heyra í okkur ef þú hefur spurningar eða ef þú vilt fá að prófa hlaupabrettið. Síminn hjá Technogym á Íslandi er 475-9000

Verslaðu hér

  • Technogym
    Technogym á Íslandi 475 9000 Bugðufljóti 9, 270 Mosfellsbæ

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.