Vörumynd

Nanlite HALO18 LED hringljós fyrir ljósmyndun, vlogg, vídeó og förðun

Sirui

    Halo LED hringljós frá NanLite veita falleg, mjúk, nánast skuggalaus ljósgæði með áhugaverðum hringlaga ljósum í augum viðfangsefnisins. Fullkomið fyrir förðunarkennsluefni, vlogg, ljósmyndun, vídeó, ljósmyndabása og fleira.
    Tvíhliða spegill
    Halo 18 er útbúinn með venjulegri 5/8" festingu og hægt er að festa hann beint á meðfylgjandi samanbrjótanlegan skrifborðsstand og nánast hvaða ljó…

    Halo LED hringljós frá NanLite veita falleg, mjúk, nánast skuggalaus ljósgæði með áhugaverðum hringlaga ljósum í augum viðfangsefnisins. Fullkomið fyrir förðunarkennsluefni, vlogg, ljósmyndun, vídeó, ljósmyndabása og fleira.
    Tvíhliða spegill
    Halo 18 er útbúinn með venjulegri 5/8" festingu og hægt er að festa hann beint á meðfylgjandi samanbrjótanlegan skrifborðsstand og nánast hvaða ljósastand sem er í boði.
    Þetta sett inniheldur úrval aukahluta, þar á meðal snjallsímafestingu og förðunarspegil, sem hægt er að festa beint í miðju hringljóssins. Gæðaspegill er ómissandi fyrir alla förðunarfræðinga. Þess vegna hefur NanLite innifalið tvíhliða spegil með 2x stækkun í þessu setti sem er tilvalið fyrir nákvæm smáatriði.
    Lita nákvæmni
    Hvort sem þú ert að mynda, farða eða taka upp efni þá skipta nákvæmir litir höfuðmáli. Color Rendering Index (CRI) upp á 95 og Television Lighting Consistency Index (TLCI) upp á 93 þýðir að ekki aðeins munu húðlitir og litir líta rétt út fyrir augað heldur myndavélar líka.
    Stillanleg birta og litahitastig
    Með Halo hringljósum getur þú fljótt náð fallegum, stúdíógæða árangri án þess að bæta við plast filterum. Miðlægir stýrihnappar, aðgengilegir bæði fyrir framan og aftan ljósið, gera þér kleift að stilla inn birtustig frá 0-100%, sem sparar þér tíma við að færa það fram og til baka til að ná tilskildum ljósstyrk.
    Hægt er að nota stillanlegan litahitastig (2700-6500K) til að passa við umhverfið, umhverfisljós eða til að bjóða upp á skapandi valkosti.
    Eftirfarandi fylgir með:
    NanLite Halo 45,7 cm tvílita LED hringljós
    5/8" festing
    Snjallsímafesting
    Tvíhliða spegill
    Straumbreytir
    Taska
    Ljósastandur fyrir borð

Verslaðu hér

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.